Fréttamennska

frétt mbl.is
Fréttamennska er alls ekki leikur einn og ber fréttamanni að vanda sig í hvívetna við fréttaumfjöllun, fréttaleit og úrvinnslu. Á þessum vef skrifa nemar í Fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri, og hefur árangurinn verið mjög góður. Aðrir netmiðlar hafa atvinnumenn í sínum röðum, sem vinna við það hvern dag að afla frétta og miðla þeim til íslenskrar alþýðu.

Fréttamenn gegna mikilvægu hlutverki fyrir samfélagið. Þeir koma frá sér fréttum til Íslendinga um hvað sé á seyði í kringum þá, jafnt á Íslandi sem og annarsstaðar á jörðinni. Því ber fréttamönnum að sýna fagmennsku og axla þá miklu ábyrgð sem þeim er gefinn með því að segja frá því sem er að gerast. Hvort sem efnistökin eru viðskipti, stjórnmál, menning eða íþróttir, er ábyrgðin mikil.

Á meðfylgjandi mynd er úrklippa af vefnum www.mbl.is. Frétt sem skrifuð er fyrir rúmum 70 mínútum og hefur enn ekki verið löguð. Fréttin byrjar á afrituðum enskum texta, eflaust frá öðrum miðli.

Því biðla ég til allra þeirra sem skrifa fréttir á Íslandi, fyrir Íslendinga, að gera það sómasamlega. Því ábyrgðin er mikil. Það er í höndum fjölmiðla, fjórða valdsins, að vanda til verka Íslendingum til góða.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir