Fríar skólamáltíđir á Bretlandi

www.keziadugdale.com
Frá og með september 2014 gefst  öllum breskum skólabörnum á aldrinum fjögurra til sjö ára kostur á fríum heitum máltíðum í hádeginu. Þessi kostur verður í boði fyrir allar fjölskyldur, óháð tekjum.


Nick Clegg leiðtogi Frjálslyndra demókrata tilkynnti þetta fyrir skemmstu. Hann telur það að fái börn holla heita máltíð í hádeginu verði það til þess að þau nái betri einbeitingu sem leiði til betri námsárangurs. Einnig er þessi aðgerð til þess gerð að létta undir fjölskyldum fjárhagslega.

Þessi kostur verður í boði fyrir allar fjölskyldur, óháð tekjum en skólamáltíðir kosta um 400 pund á ári eða tæplega 78 þúsund kr. á barn.

Í dag eiga börn rétt á ókeypis skólamáltíðum ef foreldrar þeirra eru án atvinnu eða á lægstu launum. Ýmsar athuganir hafa gefið vonir um að fríar skólamáltíðir fyrir alla gætu hjálpað til við að minnka bilið á milli ríkra og fátækra nemenda.

Almenn skólaviðvera breskra barna er um 6 ½ klst á dag eða frá 9 til 3:30. Þau fá eitt matarhlé yfir daginn. Mikil vakning hefur verið meðal almennings í Bretlandi um hollustu skólamáltíða undanfarin ár eða síðan kokkurinn Jamie Oliver hrundi af stað herferð til að auka gæði skólamáltíða árið 2005.

Til samanburðar má geta þess að á Íslandi kostar það um tíu þúsund krónur á mánuði að hafa eitt barn í fæði í grunnskóla. Að sögn starfsmanns skóladeildar Akureyrarbæjar eru ekki uppi nein áform um það að breyta gjaldskránni vegna skólamáltíða.

http://www.bbc.co.uk/news/uk-politics-24132416

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir