Friðrik Ómar stígur út fyrir rammann

Friðrik Ómar

Söngvarinn og Dalvíkingurinn Friðrik Ómar gaf út sína fyrstu sólóplötu, Outside the ring, 1.nóvember s.l. Friðrik Ómar hélt útgáfutónleika 21. nóvember í Hofi fyrir fullum sal af fólki.

Hvað kom til að þú ákvaðst að gefa út sólóplötu?
Það var í raun bara tímaspursmál hvenær maður léti verða af því. Ég þurfti bæði að safna kjarki og peningum. Þetta er mjög krefjandi ferli og eins gott að vera vel undirbúinn.

Hversu lengi hefur hún verið í bígerð og hverjir koma að mestu að henni? Það má segja að hún hafi verið í vinnslu í tvö ár en mestur þungi í vinnslu hennar var frá apríl-október 2012. Stefán Örn er framleiðandinn að tónlistinni svo mesta vinnan var hans og svo mín náttúrulega.

Merkir titill plötunnar „Outside the ring“ eitthvað sérstakt? Sagan á bakvið textan hjá Steini Steinarr er ástarsaga en vissulega fannst mér nafnið við hæfi þar sem ég var að stíga út sem lagahöfundur, svona út fyrir rammann.

Átt þú lögin sjálfur eða koma fleiri að texta- og lagasmíð laganna?
Já ég á 90% af lögunum en aðeins minna í textunum. 
Alma Guðmundsdóttir í The Charlies og Peter Fenner sem er breskur vinur minn semja einnig textana með mér.

Var auðvelt að velja lög inná plötuna?
Nei. Það er sjaldan svo. Sérstaklega þar sem ég hafði úr slatta af efni að velja.

Lögin á nýju plötunni þinni eru í heldur öðruvísi búning en við höfum heyrt frá þér áður. Hvernig myndiru lýsa tónlistarstefnunni á plötunni?
Hún er popp með elektrónísku ívafi myndi ég segja. Ég ætlaði ekkert sérstaklega að gera svona plötu þegar ég fór af stað en það er gaman að fara í stúdíóið með soldið opinn huga og sjá hvert leiðir.

Nú virðast lögin á nýju plötunni þinni fjalla mikið um vonbrigði sem tengist ástinni, sambandslit og allan tilfinningaskalann sem tengist tilhugalífinu. Byggist þetta á persónulegu reynslu jafnvel? 
Já algjörlega. Ég er búinn að kynnast þessari rússíbanaferð nokkrum sinnum:)

Getum við búist við annarri svipaðri plötu frá þér á næsta ári?
Í dag segi ég: Ég efast um það. Ég sé fyrir mér mun lágstemmdari plötu næst en ég er kominn með 3 lög sem ég ætla að hafa á henni. Ég ætla að semja slatta núna í desember -febrúar og sjá hvað ég verð með í byrjun mars. Annars er hugmyndin að fylgja Outside the ring eftir vel inn í næsta ár.

Ertu með einhver önnur verkefni í erminni sem þú vilt segja frá?
Ekki að svo stöddu. Ég get þó sagt að ég held áfram að poppa upp sem pródúser af stærri showum líkt og Heiðurstónleikar Freddie Mercury. Það er gaman að framleiða svoleiðis verkefni með þessu. 


Friðrik vill að lokum minna áhugasama á að hægt sé fyrir þá sem nenna ekki að fara í búð eða standa i röð eftir áritaðri plötu geta farið inn á heimasíðuna hans www.fridrikomar.com og keypt hana þar og fengið senda heim að dyrum. Á afar fljótlegan og skemmtilegan máta.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir