Frúin og freistingarnar

Ţorbjörg og krćsingarnar í Gallerí Box

Þorbjörg Halldórsdóttir, Tobba eins og flestir þekkja hana, er ekki vön að fara hefðbundnar slóðir. 

Hún frétti einn daginn fyrir nokkrum árum að á Akureyri væri heillandi hús til sölu. Hún pakkaði saman fyrir sig og dóttir sína og kippti systir sinni einnig með í ferðalag. Nú nokkrum árum seinna sjá Akureyringar víða merki þeirra systra.  Helst ber þar að nefna verslunina Frúin í Hamborg en þar fer Tobba með stjórnartaumana og rekur eina flottustu og skemmtilegustu verslun á landinu og þó víða væri leitað.  Frúin í Hamborg birtist sjálf á síðustu Akureyrarvöku í gjörningnum Frúin flytur, sem var í tilefni nýs húsnæðis verslunarinnar sem nú er komin í stórt og rúmgott hús við Hafnarstrætið.  Tobba og Guðrún, sem á Frúna með henni, versla með gömul húsgögn og muni en í nýju húsnæði hefur fatnaður fengið meira pláss og er nú hægt að finna einstakan Akureyskan hönnunarfatnað í bland við Spútník fatnað og fleira frá Dead og Nakta apanum. 

Þorbjörg leynir á sér og nú hefur sköpun hennar fengið nýja útrás í Gallerí Box, sem hún rekur með nokkrum öðrum listakonum.  Um sýninguna Rúllutertur og Randalín segir Tobba: "Litríkar ljósstatic af kökum sem voru vinsælar á sjötta og sjöunda áratugnum hafa lengi heillað mig . Sama er að segja til dæmis um gamlar handskrifaðar uppskriftir af kleinum og hnallþórum hverskonar. Nostalgia er eilíft viðfangsefni og er minningin um drullukökur svoldið sérstök því það kemur upp þessi tilfinning að búa til eitthvað sem er svo ótrúlega girnilegt á að líta að maður fær vatn í munninn en svo kemur hin tilfinningin sem er vonbrigðin að geta ekki borðað ,ok það er hægt en nú dæmi hver fyrir sig. Til heiðurs allra drullubúa sem voru og eru starfandi . Ég held samt að þeim sé farið að fækka núna á seinni árum. Kannski ekki."


Gallerí Box er opið um helgar 14-17 og sýning verður á "boðstólnum" til 4.nóv.  Landpóstur hvetur lesendur til að skella sér á skemmtilega sýningu og kveikja á bragðlaukunum.  Einnig er tilvalið að benda á að við hliðina á Gallerí Box stendur Listasafn Akureyrar og þar er nú í gangi samsýning sem Jóna Hlíf Halldórsdóttir tekur þátt í, en hún er einmitt sú systir Tobbu sem kippt var með er húsið fangaði og flutningar hófust.

Hvernig skilgreinir þú þig? Vá ..sérstök spurning..  

Hver er þinn kjarni?  Trú og innsæi 

Staða: þe. Hjúskapar, búskapar og önnur stöðulýsing: Sjálfstæð með eitt barn  

Hvernig er að búa á Akureyri og hvers vegna Akureyri? Það er dásamlegt að búa á Akureyri.   Ugla sat á kvisti.....og Akureyri varð fyrir valinu.  

Bakgrunnur:Er risastór bakpoki sem er með litlum og stórum hólfum þar sem ég getendalaust opnað og fundið eithvað sem ég get á eithvern hátt nýtt mér.   

Hvernig er starfið - staðan? Ég er í draumastarfinu.....  

Framtíðarárform:Mjög breytileg 

Eftirminnilegur dagur:Þeir dagar skipta þúsundum lífið er bara þannig  hver dagur hver nótt...

Ef þú mættir og gætir farið í tímavél, farið hvert sem er og hitt hvern Sem þú vilt - hvert ferðu og með hverjum ertu:Ég myndi taka dóttur mína með  spenna beltin og ýta á alla takkana.

Matarboð: hvað er í boði? Hver eldar og hverjir sitja við borðið?Lambakjöt frá mömmu í karrysósu nýjar kartöflur og óholl hrísgrjón. Svona ekta íslenkst kjöt í karry.  Það verður að vera mikið af sósu. Égskal elda ef einhver annar  sér um uppvaskið.   Þetta matarboð verður opið fyrir alla kjöt í karryfíkla í mínu kjördæmi. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir