Fullveldisdagurinn í HA

Íslandsklukkan við HA
Á morgun 1. desember verður fullveldisdagur Íslands haldinn hátíðlega við Háskólann á Akureyri


Venju samkvæmt verður boðið upp á viðamikla dagskrá í Háskólanum á Akureyri þann 1. desember. Dagskráin hefst á málþingi sem er tileinkað nýlegri þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og hvernig niðurstaða hennar og framhald vinnunnar snúa að landsbyggðinni. Að því loknu hefst hátíðardagskrá við Íslandsklukkuna þar sem fulltrúar úr deildarfélögum skólans munu bera kyndla þegar bjöllunni er hringt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir