Fyrir 50 árum, Dallas í Texas

Háskólaræða Kennedy 10.júní 1963. Mynd: JFK Library
Í kalda stríðinu milli Sovíetríkjanna og Bandaríkjanna lá kjarnorkustríð í loftinu þar sem stríðsvélar landanna voru í fullum gír án þess að herir landanna færu í beint stríð. Í staðinn var háð grimmt kapphlaup í smíði kjarnorkusprengja sem sprengt gátu heiminn allan margfalt. Mikill stirðleiki var í samskiptum landanna en valdablokkirnar sem byggðu upp stjórnkerfi þeirra trúðu því allra versta upp á andstæðinginn. Helsta tilgáta kvikmyndarinnar JFK er að er til kæmi leiðtogi sem vildi hætta við kapphlaupið þá myndu valdablokkirnar einfaldlega koma honum fyrir kattarnef. Mesta hættan á kjarnorkustríði var í Kúbudeilunni í október 1962 þegar Sovíetríkin sigldu með kjarnorkuflugskeyti til Kúbu, rétt fyrir utan suðurströnd BNA sem mótsvar við sambærileg flugskeyti Bandaríkjamanna í Tyrklandi. Í nokkra daga var mikil hætta á heimstortímingu en Sovíesku skipin sneru við á síðustu stundu. Kennedy Bandaríkjaforseti vildi að slík uppákoma myndi aldrei aftur endurtaka sig og sagði í útskriftarræðu American University sem beint var að sinni eigin valdablokkum 10.júní 1963:

 ,,Hvernig frið er ég að tala um og hvernig frið eigum við að vinna að?
Ekki friður sem er framfylgdur með okkar stríðstólum sem hóta heiminum tortímingu.
Ekki frið grafarinnar eða öryggi þrælsins.
 Ég er að tala um alvöru frið sem gerir líf þess virði að lifa, sem leyfir mönnum og löndum að vaxa, og von um betra líf fyrir börnin okkar- ekki einungis frið fyrir Bandaríkjamenn heldur frið fyrir menn og konur um allan heim…"
,,Í lokaniðurstöðunni, grundvallarsameining okkar, við byggjum öll þessa litlu plánetu.
Við öndum öll að okkur sama loftinu. Við berum öll kærleika til barnanna okkar. Og við erum öll dauðleg."


 22.nóvember 1963, fyrir 50 árum í dag, var John Fitzgerald Kennedy að vinna að endurkjöri sem forseti Bandaríkjanna og heimsótti Dallas í Texas. Hann var ekinn um borgina og vefaði áhorfendum, framar í bílnum sat fylkisstjóri Texas og konan hans. Við hlið Kennedy sat konan hans Jackie:

Myndband


Kennedy varð 46 ára. Myndbandið tók Abraham Zapruder, maður sem kom til að sjá forsetann og tók með kvikmyndatökuvélina sína. Seinna sama dag var Lee Harvey Oswald handtekinn fyrir að skjóta lögreglumann og um kvöldið var hann ákærður fyrir morðið á Kennedy. Tveim dögum síðar var Oswald skotinn af næturklúbbseigandanum Jack Ruby sem sagðist vilja forða Jackie Kennedy frá því að vitna í réttarhöldum.

Miklar samsæriskenningar hafa spunnist upp um morðið, rannsóknarnefndir Bandaríkjaþings hafa bæði komist að því að Oswald hafi staðið einn á bakvið morðið og síðar að morðið hafi verið samsæri. Ef lesendur hafa eina mynd til að horfa á þessa helgi þá væri það JFK með Kevin Costner í leikstjórn Oliver Stone frá árinu 1991. Kvikmyndin hefur bæði verið harðlega gagnrýnd og dásömuð fyrir að kynna samsæriskenningar morðsins fyrir fólki. Horfa þarf á myndina með mjög gagnrýnum hætti og muna að sumt er gert í dramatískum tilgangi en það ætti ekki að vera mikið mál.

Kvikmyndin JFK

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir