Fyrirgefðu en heitir þú Bjarney „vinur“?

Mínar fernur í ísskáp HA eru merktar Bjarney eða Badda - ekki FSHA
Ég mæti oft með g-mjólk í skólann til að eiga út í kaffið þegar mjólkin frá FSHA klárast en þá get ég gripið í g-mjólkina mína í ísskápnum, eða ég held það oft! Við nemendur höfum til umráða stóran og góðan ísskáp til að geyma mat og/eða drykki sem við getum gripið í þegar vantar – eða hvað? Nei, ekki alveg alltaf – því það eru greinilega margar Bjarneyjar í skólanum eða Böddur.

Samkvæmt upplýsingum á háskólavefnum Stefaníu eru aðeins tvær Bjarneyjar skráðar í skólann, önnur staðnemi, hinn fjarnemi. Ég er sem sagt staðneminn. Það kemur stundum fyrir að mjólkin sem FSHA skaffar nemendum út í kaffið sitt klárast og þá er nú gott að eiga g-mjólk í ísskápnum því kaffi get ég ekki drukkið nema að fá mjólk út í.

En einhverra hluta vegna er sama hvað ég merki mjólkina mína, annað hvort Bjarney eða Badda, þá hverfur mjólkin mín reglulega. Ekki samt fernurnar, þeir sem heita Bjarney stundum eru nú svo „almennilegir“ að setja fernurnar alltaf aftur upp í ísskáp – tómar. En það finnst mér ekkert sniðugt, því stundum sé ég að ég „á mjólk í ísskápnum“ en svo þegar ég ætla að nota hana, þegar FSHA mjólkin er búin, þá er mín mjólk oft bara líka búin –  þó ég hafi nú kannski ekki verið búin að opna hana.

En það sniðuga í þessu – þó mér finnist hundleiðinlegt þegar mjólkin mín er notuð og kláruð – er að ég hef tvisvar sinnum „nappað“ tvo stráka við að fá sér mjólk úr fernunum mínum – og þá spyr ég, voða kurteis, „fyrirgefðu vinur en heitir þú Bjarney (Badda)“? Þeir hafa nú orðið voða ræfilslegir og hafa afsakað sig með að þeir héldu báðir að FSHA ætti þessa mjólk! Skrítið, merkir FSHA mjólkina sína með mínu nafni? Þarf að kanna það. FSHA er reyndar með 1 líters fernur en g-mjólin mín er í litlum fernum.

Ég veit ekki alveg – en ætli þeir nemendur sem klára fyrir mér mjólkina yrðu ánægðir ef ég myndi borða nestið þeirra, ef þeir ættu, úr ísskápnum? Held ekki. Fólk er að geyma nestið sitt þarna og kannski er það bara næsti leikur hjá mér að fara að velja það sem mér líst best á úr ísskápnum og borða! Nei, ætli ég láti það nú ekki vera – en verum endilega heiðarleg og hættum að „nappa“ mjólk eða kaffi frá öðrum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir