Fyrirmyndin Paris Hilton

Paris Hilton fađmar barn í Tyrklandi

Hótelerfinginn Paris Hilton (27) segist sjá sjálfa sig sem fyrirmynd ungra stelpna, en hún er nú stödd á Tyrklandi þar sem hún er að dæma í Ungfrú Tyrkland. Þar segist hún ekki eingöngu ætla að líta á hvort stúlkurnar séu fallegar hið ytra heldur mun hún einnig dæma hvort þær séu með „gott hjarta“.

Einhverjum þætti kannski kaldhæðnislegt að Paris sæi sjálfa sig sem fyrirmynd  og að hún sé að dæma um hvort stúlkur séu góðhjartaðar eða ekki. Paris hlaut nefnilega frægð fyrir veruleikaþáttinn sinn The Simple Life þar sem hún „leikur“ ríka, snobbaða stelpu sem er yfirbuguð af leiðinlegu, daglegu rútínunni sem venjulegt fólk lifir eftir.

Árið 2003 hlaut Paris Hilton heimsathygli eftir að kynlífsmyndbandi af henni var lekið á internetið. Í fyrra eyddi hún síðan þrem vikum í fangelsi í Los Angeles fyrir að keyra undir áhrifum áfengis.

Paris sést núorðið ósjaldan í slúðurdálkum blaðanna en í samtali við Reuters fréttastofuna segir hún að 90% af þessum sögum séu tóm lygi. Þá segir hún ennfrekar: „Ég tek ekki mark á lygum því ég veit að ég er góð manneskja, ég vinn mjög mikið og hef byggt upp þetta veldi á eigin spýtur. Ég held að þetta sé innblástur fyrir margar stelpur þarna úti“.

Barron Hilton, afi Paris Hilton, hefur ákveðið að gefa 97% af auðæfum sínum til góðgerðamála eftir að hann deyr, en Paris segir ákvörðun hans ekki hafa áhrif á sig.

Paris hefur sjálf í nógu að snúast og er nýjasta verkefnið hennar glænýr þáttur á MTV sjónvarpsstöðinni. Hann mun bera nafnið Paris Hilton‘s My New BFF sem á íslensku myndi vera Nýji Besti Vinur Paris Hilton. Þetta mun vera raunveruleikaþáttur þar sem fólk keppist um það að verða besti vinur fyrirmyndarinnar Paris Hilton.

 

Myndin er fengin af vef Reuters.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir