Fyrrverandi kærustur varnarlausar gagnvart nektarmyndum

Mynd:Michael Stravato fyrir The New York Times
Nýverið kom upp mál í Bandaríkjunum þar sem stúlka á tvítugsaldri reyndi að höfða dómsmál á hendur fyrrverandi kærasta sem birti nektarmyndir af henni á vefsíðu tileinkaðri slíkum myndum af fyrrverandi kærustum og hjásvæfum. Einnig hafa komið upp sambærileg mál hér á Akureyri tengd smáforritinu Snapchat.

,,Hann var stæltur, örlítill nörd en algjör sjarmör" segir Marianna Taschinger 23 ára Texasbúi í samtali við NY Times. Þau byrjuðu saman þegar hún var 18 ára gömul og um miðbik sambandsins sendi hún nektarmyndir ,,af sér til hans. Meira en ári eftir að þau hættu saman birtust myndirnar af henni á fjölmörgum vefsíðum tileinkaðar fyrrverandi kærustum.

Lagakerfið í Bandaríkjunum hefur ekki fylgt tækninni eftir sem skyldi og eru slíkar vefsíður ekki skaðabótaskyldar af birtingum þriðja aðila. Fjölmörg fórnarlömb hafa stigið fram og sagt reynslusögur sínar. Sumar ungar konur hafa misst vinnuna, nýjir kærastar hafa sagt þeim upp og jafnvel hefur ókunnugt fólk byrjað að spjalla um myndirnar úti í búð. Marianna hefur sjálf þurft að glíma við eltihrelli sem sat um húsið hennar á nóttunni.

,,Dóttir mín spjallar við strák á Snapchat , hann manar hana til að senda mynd af sér berri að ofan. Litla tryppið mitt lætur undan þrýstingi og gerir það, algjörlega grunlaus um hvað bíður hennar. Á ferðinni reyndust vera strákahópur að fífla barnið, þeir vista myndina og áframsenda hana svo til þeirra sem vilja." skrifaði móðir ungrar stúlku á Akureyri 12.september í Akureyri Vikublað. Hér á landi hafa ekki komið upp vefsíður en í stað þess safnast myndasafnarar í læsta facebook-hópa þar sem sambærilegar myndir eru í dreifingu. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir