Fyrsti apríl!

Mynd: funny-potato.com

Í dag er 1. apríl en þann dag, eins og flestir vita, verður að taka öllu með miklum fyrirvara þar sem dagurinn er helgaður lygum og almennum leiðindum. Allt sem maður les í fréttum verður að lesa með mun gagnrýnni gleraugum en venjulega. Er það t.d. rétt sem stendur á visi.is að vilji sé til þess hjá nýjum hluthöfum MP banka að Þorsteinn Pálsson verði næsti stjórnarformaður? Getur það verið að mbl.is sé ekki að rugla í okkur þegar þeir flytja frétt um að einhverjir hafi verið að ræða um áhuga á Hverahlíðarvirkjun? 

Ef ekki er hægt að trúa neinu sem kemur frá hefðbundum fjölmiðlum þennan daginn, hvað á maður þá að gera? Það sem hefur reynst mér best er að sleppa því að skoða fréttir og fréttatengt efni og, ef það er mögulegt, að sofa bara af sér daginn. Þó eru sumir sem eru svo illa haldnir af fréttaþörf að einn dagur án þeirra væri verri en einn dagur með spænska rannsóknarréttinum. Því fólki ráðlegg ég að lesa fréttir á baggalutur.is eða sannleikurinn.is en oftar en ekki eru fréttir þar nær sannleikanum en á öðrum miðlum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir