Fyrsti eldurinn líklega eldri en við héldum

Wonderwerk hellir í Suður Afríku
Hópur fornleifafræðinga birtu nýverið grein um rannsóknir sínar á hellinum Wonderwerk í Kalahari eyðimörkinni í Suður Afríku. Í fyrri rannsóknum höfðu þau fundið greinileg ummerki þess að frummenn hafi dvalið þar. Með öreinda-rannsóknum gátu þau rakið öskuleifar aftur um eina milljónir ára sem bendir til þess að hellisbúar þess tíma hafi notað opinn eld í sínum vistarverum.

Aldur manngerðs elds hefur verið bitbein fornleifafræðinga í marga áratugi. Hingað til hafa menn geta verið sammála um að manngerður eldur sé að minsta kosti 125 þúsund ára gamall en aðrir hafa haldið fram að eldurinn sé 400 þúsund til 1.2 milljónir ára gamall.

Svo gamall eldur hefur ekki verið kveiktur af okkar forfeðrum því þá voru Homo sapiens ekki komnir til skjalanna þar sem "við" erum aðeins 200 þúsund ára gömul, heldur hét sá stofn Homo Erectus og er sá stofn talinn vera 1.9 milljón ára gamall.

Talið er að eldur hafi fylgt jörðinni eins lengi og hún hefur verið til en allir fornleifafundir um “stýrðann” eld geta sagt til um margt er tengist vistarverum manna, fæði og menningu. Þessi uppgötvun verður því sennilega til þess að styrkja mál þeirra sem trúa því að maðurinn hafi verið sjálfbjarga fyrr en almennt er talið í dag.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir