Gamanmyndin Bakk í höndunum á heimsklassa klippara

Bakkađ í kringum landiđ til styrktar Umhyggju.

Gamanmyndin Bakk sem tekin var upp í sumar er nú í eftirvinnslu og ţađ er enginn annar en Valdís Óskarsdóttir sem sér umklippinguna á henni. Valdís er einn ţekktasti kvikmyndaklippari heims og hefur hún unniđ til BAFTA verđlauna fyrir vinnuna sína á myndinni Eternal Sunshine of a Spotless Mind. Ţannig ađ ţađ má segja ađ myndin sé í góđum höndum. Ađstandendur myndarinar eru himinlifandi yfir tökunum og eru spenntir ađ takast á viđ eftirvinnsluna sem á eftir ađ vera langt ferli eđa um ţađ bil 8 mánuđir en ţađ er hefđbundin lengd á eftirvinnslu á kvikmynd í fullri lengd.

Bakk er gamanmynd sem segir frá tveimur ćskuvinum sem bakka á bíl hringinn í kringum Ísland. Ţađ gengur á ýmsu hjá ţeim félögum í ţessu ferđlagi ţar sem ţeir ţurfa ađ glíma viđ sjálfa sig, hvorn annan, fortíđina og ýmislegt annađ óvćnt.

Handritiđ og sagan er eftir Gunnar Hansson leikara en hann leikstýrir myndinni ásamt Davíđ Óskari Ólafssyni. Einval leikara fara međ helstu hlutverkin en ţar má nefna Gunnar Hansson, Víking Kristjánsson, Sögu Garđarsdóttir, Ólaf Darra Ólafsson, Ágústu Evu Erlendsdóttir, Ţorstein Gunnarsson, Hallgrím Ólafsson, Ţorstein Bachmann og Nínu Dögg Filippusdóttir.

Mynd­in er fram­leidd af Mystery sem er í eigu Davíđs Óskars Ólafssonar og Árna Filippussonar en fyrirtćkiđ hefur gert mynd­ir á borđ viđ Sveita­brúđkaup, Á ann­an veg og Málm­haus, sem sópađi til sín átta verđlaunum á síđustu Edduhátíđ.

Ađstandendur myndarinnar hafa frá upphafi stađiđ fyrir söfnun til styrktar Umhyggju sem er félag til styrktar langveikum börnum og mun sú söfnun standa yfir fram ađ frumsýningu. Hćgt er ađ styrkja međ ţví ađ hringja í 902-5001 (1000 kr.) 902-5003 (3000 kr.) eđa 902-5005 (5000 kr.).

Myndin er áćtluđ til sýninga hér á landi um nćstu páska og ţađ verđur spennandi ađ sjá útkomuna.

Facebooksíđa hefur veriđ stofnuđ af ađstandendum myndarinnar ţar sem áhugasömum er leyft ađ fylgjast međ ferlinu alveg frá byrjun:

htt­ps://​www.face­book.com/​bakkt­hemovie


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir