Gary Neville tekur við Valencia

Gary (t.h.) og Phil (t.v)

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, mun taka við stjórnvölinn hjá Valencia sem spilar í spænsku úrvalsdeildinni og stýra liðinu út leiktíðina. Liðið situr í níunda sæti deildarinnar eftir 13 leiki en Nuno Espirito Santo, fyrrverandi þjálfari liðsins, sagði starfi sínu lausu fyrir helgi og hefur Neville óvænt verið ráðinn í hans stað og verður hann tilkynntur sem nýr aðalþjálfari liðsins á fimmtudag.

Neville hefur verið einn af helstu sérfræðingum Sky Sports sjónvarpsstöðvarinnar síðan hann hætti að leika knattspyrnu árið 2011. Neville hefur einnig verið hluti af þjálfarateymi enska landsliðsins en hann mun gegna því starfa áfram ásamt því að stjórna Valencia.

Phil Neville, bróðir Gary, er aðstoðarþjálfari liðsins en hann hefur gegnt því stafi síðan síðastliðið sumar. Phil mun áfram vera aðstoðarþjálfari liðsins, nú við hlið bróður síns.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir