Gefur UNICEF blađberalaunin sín

Andrea Benediktsdóttir međ framkvćmdarstjóra UNICEF

Andrea Benediktsdóttir er 22 ára lyfjafræðinemi við Háskóla Íslands, blaðberi hjá Morgunblaðinu og meðfram því vinnur hún á Grillinu við hótel Sögu og í Bláa Lóninu. Andrea hefur lengi verið heimsforeldri UNICEF og ákvað hún nú á dögunum að styrkja samtökin enn frekar og láta blaðberalaunin sín renna mánaðarlega óskert til samtakanna. Hún segir að hún hafi gaman af því að taka daginn snemma og að það hreinsi hugann að bera út blöðin. Blaðamaður Landpóstsins tók viðtal við þessa efnilegu og hörkuduglegu ungu konu.                          

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að styrkja UNICEF?

Það hafði verið mér ljóst í ákveðinn tíma að ég væri ekki að bera út blöðin fyrir peningana heldur kostina og þeirri ánægju sem starfið gefur mér. Svo sú hugsun varð til þess að ég fór að velta því fyrir mér hvort ég myndi nú ekki lifa án launanna og gæti gert eitthvað gott fyrir peningana. Það tók mig ekki langan tíma að hugsa til Unicef þar sem mér finnst þau frábær góðgerðarsamtök fyrir börn og fylgist reglulega með starfsemi þeirra og styrki sem heimsforeldri.

Hefuru íhugað að fara út sem sjálfboðaliði í hjálparstarf?

Já ég hef íhugað það og það er eitthvað sem ég mun skoða betur í framtíðinni.

Hefuru hugsað um að tengja námið þitt þessu eða er þetta áhugamál?

Það væri vissulega mjög spennandi og algjör draumur að geta gert það.

Ertu með einhver framtíðarplön tengt þessu? 

Ég skipulegg ekki mikið inn í framtíðina, heldur einbeiti ég mér að því sem ég er að gera í dag og það besta sem ég get gert í núinu. En ég efast ekki um það að áhugi minn á hjálparstarfi og stuðningi samtakanna muni fylgja mér í framtíðinni.

Eitthvað að lokum sem þú vilt koma á framfæri?

Mér finnst mjög mikilvægt að maður stoppi sjálfan sig reglulega og lítur á hvernig maður hefur það og lifir og hvað maður getur gert til þess að hjálpa þeim sem hafa það ekki eins gott. Auðvitað þarf maður alltaf á aukapening að halda, t.d. vantar mig ný vetrardekk, vetrarskó ofl. en ef ég ber það saman við hvað mörg börn þurfa, sem getur greint á milli lífs og dauða, þá gef ég glaðlega minn aukapening. Svo það sem ég vil koma á framfæri er að hvetja aðra til slíkrar hugsjónar.     


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir