Gerard Butler verður Jimmy Malone

Gerard Butler

Gæðaleikarinn Gerard Butler sem sló í gegn í myndinni 300 mun túlka Jimmy Malone sem eltist við glæpamanninn Al Capone á bannárunum í Chicago í nýrri mynd eftir Brian De Palma.

 

Myndin sem hlotið hefur nafnið The Untochables: Capone Rising er önnur myndin sem Brian De Palma gerir um Capone og baráttu hans við lögregluna en í fyrri myndinni sem er frá 1987 fór Sean Connery með hlutverk Jimmy Malone og fékk óskarinn fyrir hlutverki sitt.

Myndin fjallar um samskipti Malone við Capone og baráttu Capones við að komast til metorða í undirheimum Chicago borgar á bannárunum. Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á þessu ári en enginn dagsetning hefur verið sett. Ekki er vitað hver mun fara með hlutverk Al Capone.

Heimild:http://imdb.com/title/tt0425602/

Mynd:http://imdb.com/title/tt0425602/


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir