Gerðu námið aðeins einfaldara

Mynd - www.h.is

Það kannast án efa margir við það að lesa texta og vita síðan lítið eða ekkert um það sem maður var að lesa. Þótt maður lesi textann aftur og aftur leitar hugurinn alltaf eitthvert annað. En örvæntið ekki! Jón Vigfús Bjarnason, skólastjóri Hraðlestrarskólans er á leiðinni norður í land og ætlar að halda FRÍTT 60 mínútna örnámskeið um hraðlestur og áhrif leshraða á lestraránægju. 

Hraðskólinn ætlar í framhaldi af vel heppnuðu námskeiði í Kringlusafni, þar sem rúmlega 60 manns lærðu að lesa um tvöfalt hraðar en áður, að bjóða upp á námskeið víða um land. Námskeiðið er frítt og er öllum opið, það eina sem þarf að gera er að skrá sig á vef Hraðlestrarskólans.

Jón fer meðal annars yfir það hvernig lestrarhraði hefur áhrif á einbeitingu og afhverju hugurinn leitar eitthvert annað en lesefnið. Hann sýnir fram á að með því að lesa hraðar þá eykst einbeiting og allir geti lært að lesa hraðar. Hann líkir lestri við hlaup, við getum alltaf æft okkur að hlaupa og hlaupið aðeins hraðar, það er alveg eins með lestur. Allir hafa burði til að lesa hraðar.

Jón kennir að gefa meiri sveigjanleika í lestrarhraðann og að fara hratt yfir texta en jafnframt grípa í aðalatriðin, allt þetta er hægt að bæta með æfingu og þjálfun. Jón fer yfir öll þessi atriði og meira til, auk þess sem innifalið í námskeiðinu er 3 vikna póstnámskeið um 11 einföld ráð til að lesa mikið meira af skáldsögum og bæklingur um 7 handhæg ráð til að lesa námsbækur. Námskeiðið hentar því öllum hópum. Nánari upplýsingar og skráning á vefsíðu Hraðlestarskólans hér


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir