CrossFit orðið vinsælt á Akureyri

Karla lið CrossFit Hamars - Landpósturinn

Einstaklingar úr líkamsræktinni Crossfit Hamar á Akureyri voru með fulltrúa á Crossfit leikum 2012 sem voru haldnir í Kaplakrika í Hafnarfirði í gær.

Mótið var spennandi og er greinilegt að þessari tiltölulega nýju íþrótt er vel tekið meðal Íslendinga. Frá Akureyri fóru tvö karla og tvö kvenna lið, fjórir karlar í einstaklingskeppni og þrjú pör í parakeppni.

Arnar Elíasson, Akureyringur, sem keppti í einstaklings, liða og parakeppni á mótinu segir að Crossfit íþróttin sé alltaf að verða vinsælli og vinsælli íþrótt og segir hann að Akureyringar séu með ágæta keppendur, sumir voru að keppa í fyrsta sinn og auðvitað er partur af því að keppa í fyrsta sinn að læra að keppa. Það þarf að læra að hugsa ekki um áhorfendur og myndavélarnar sem getur vissulega verið truflandi, en þrátt fyrir það hafi stemningin hafi verið gríðarlega góð á mótinu og allir skemmt sér vel.

Skráðir þáttakendur voru um 460, talið er að áhorfendur hafi verið um 1500 manns og voru um 100 sjálfboðaliðar sem gerðu keppnina mögulega, meðal annars með aðstoð við dómarahlutverk.

Nánar um keppnina og úrslitin má finna á heimasíðu þrekmóts.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir