Gleymdi nafni sonarins

Joachim prins, Marie prinsessa og Henrik Carl Joachim Alain.

Stundum getur það skapað vandamál þegar konungbornir einstaklingar heita mörgum nöfnum og oftar en ekki eiga utanaðkomandi aðilar erfitt með að muna þau öll. Sjaldnar gerist það þó að foreldrar gleymi nöfnum barna sinna.

Samkvæmt því sem kemur fram á vef Jyllandsposten voru Joachim prins og Marie prinsessa í viðtali fyrir heimildaþátt DR1 um dönsku konungsfjölskylduna, þegar prinsessan ætlaði að hafa eftir nafn sonarins, sem heitir Henrik Carl Joachim Alain.  Var prinsessan að svara spurningu þáttastjórnandans um hvort henni hefði ekki fundist það stór stund að segja nafn barnsins í kirkjunni við skírn hans.

„Jú! Henrich Joachim...!“ sagði hún en náði ekki lengra þar sem hún sprakk úr hlátri yfir því að muna ekki í hvaða röð hin fjögur nöfn drengsins eru.

Joachim prins játaði þá að hafa sjálfur átt í erfiðleikum með að muna nafnaröðina í skírninni og skemmti sér „prinsalega“ yfir gleymsku eiginkonunnar.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir