Glimmera druslurnar upp

Mynd, Kristín

Eins og sannri prinsessu og fátækum námsmanni sæmir, þá hef ég verið að leita leiða til að endurnýta gömlu skóna mína.  Eftir langa leit á internetinu af góðum hugmyndum. Ákvað ég að glimmera gömlu druslurnar upp! En aldrei fannst glimmerið sem lét hárin á höfðinu rísa, hjartað stöðvast og allt verða hljótt.


Þar til ég gekk inn í Föndru hér á Akureyri sem er staðsett í Sunnuhlíð. Þar sá ég uppáhalds litinn minn í glimmeri, hver getur staðist það? Enginn!

Ég sem sagt skellt Modge Podge, sem ég keypti einnig í Föndru, á hælinn. Hellti svo alltof miklu glimmeri yfir og glimmeraði stofuna í leiðinni. Öllum til mikillar gleði, eða þannig. Þjappaði glimmerinu ofan í límið í von um að það myndi haldast og leyfði því svo að þorna í friði. 

Þegar allt var orðið þokkalega þurrt, ákvað ég að hrista skóna vel til að athuga hvort eitthvað myndi detta af. Það gekk vonum framar og eiginlega ekkert hrundi af. En ákvað ég samt að setja annað lag af Modge Podge yfir. Better to be safe than sorry, með glimmer slóðina á eftir mér! 
Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir