Góður og fitusnauður

Jón Ingi með drykkinn góða

Landpósturinn brá sér í Mjólkursamsöluna í dag og tók viðtal við Jón Inga Guðmundsson mjólkurfræðing, en hann er framleiðslu og verkstjóri yfir ferskvörudeildum samlagssins.  Von er á nýjung frá þeim, því í næstu viku kemur á markað glænýr próteindrykkur sem hefur fengið nafnið “Hleðsla”.

Blaðamaður spyr Jón Inga út í drykkinn og hvað hann hafi fram yfir aðra drykki. “Drykkurinn er eingöngu búinn til úr mysupróteinum en þau eru bestu próteinin til uppbyggingar líkamans. Stærsti kostur þessarar nýju vöru er að hann er svo til fitusnauður og eingöngu úr mysupróteinum.“ Jón Ingi segir að drykkurinn sé markaðssettur sem  íþrótta- og sport drykkur þó svo að sjálfsögðu sé hann einnig  fyrir almenning. Blaðamaður var svo heppinn að fá að að fara í skoðunarferð um mjólkursamlagið í fylgd Jóns Inga og fékk að sjá þær vélar og búnað sem notuð eru til framleiðslunnar. Einnig var blaðamanni boðið að smakka þessa nýju afurð og varð blaðamaður síður en svo fyrir vonbrigðum enda drykkurinn með afburðum góður og ekki skemmir fyrir hvað hann er hollur. Drykkurinn sem er í 250 ml umbúðum mun fást í tveimur bragðtegundum eða með vanillu- og jarðarberjabragði. Hleðsla mun kosta um 160 krónur út úr búð og kemur á almennan markað í næstu viku. Blaðamaður fékk einstaklega hlýlegar móttökur og þakkar kærlega fyrir sig.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir