Google gleraugun - Bylting í upplýsingatækni

Orðrómur um hin svokölluðu Google gleraugu kom fyrst fram í byrjun apríl, þótti tæknin það ótrúleg að margir töldu þetta vera aprílgabb. En nú hefur tæknirisinn Google staðfest að þróun þessara gleraugna sé í raun hafin og komin lengra en margir töldu. Google sendi frá sér myndband nýlega þar sem sýnt er fram á hvernig virkni gleraugnanna mun vera og er svo sannarlega hægt að tala um byltingu í upplýsingatækni, svo virðist sem að Google vonist til að hefja sölu á þessum gleraugum seinna á þessu ári. Gleraugunum er ætlað að færa notagildi snjallsímanna beint fyrir framan augun á þeim sem þau bera, en þar má meðal annars fá upplýsingar um veður, staðsettningar og margt, margt fleira. Einnig verður hægt að hringja myndsímtöl þar sem viðmælandinn hefur kost á því að sjá það sem þú ert að horfa á, á meðan símtali stendur. Gleraugunum verður stjórnað með tali eða svokallað "voice-control" og eru möguleikarnir nánast endalausir. Hægt er að skoða myndbandið frá Google hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir