Gott er ef satt er

mynd af google.com

Nú hafa rannsóknir sérfræðinga við University of California leitt í ljós að fullorðnir sem borða súkkulaði í hóflegu magn séu almennt grennri og með lægri líkamsfitu en þeir sem borða lítið súkkulaði eða alls ekkert.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna jafnframt fram á að þeir sem ekki borða súkkulaði hreyfa sig gjarnan minna og borða almennt meira en súkkulaðiæturnar. Þúsund karlar og konur tóku þátt í rannsókninni og var gengið út frá þeirri kenningu að efnahvörfin sem yrðu í líkamanum við neyslu súkkulaðis gætu vegið upp á móti þeirri fitu sem einstaklingarnir kynnu að bæta á sig við neysluna.

Prófessor Beatrice Golomb sem fór fyrir rannsókninni segir niðurstöðurnar hafa sýnt fram á að samsetning innbyrtra hitaeininga skipti meira máli en fjöldi, hvað snertir áhrif á þyngd.

heimild: dv.is http://www.dv.is/frettir/2012/3/26/sukkuladi-grennir-thig/

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir