Græðgi

Mynd: GHA

Alltaf er verið að tala um kreppuna og afleiðingar hennar. Fólk tekur misjafnlega mikið eftir henni og sumir vilja bara láta þetta sem vind um eyru þjóta og bíða eftir að henni ljúki. Sumum langar að græða aðeins meira og komst ég að því um daginn.

Ég reyni að leiða hugann sem minnst  að kreppunni en samt getur maður enganveginn komist hjá því að taka eftir að það hlutirnir eru mun dýrari en áður. Sérstaklega þegar fólk reynir að græða á tá og fingri. Bróðir minn fékk bílinn lánaðann í nokkra mánuði með því skilyrði að hann myndi skipta um smurningu og olíu á bílnum áður en hann skilaði honum. Hann ætlaði sjálfur að skipta um smurninguna á bílnum en fór með hann á verkstæði hér í bæ til að láta skipta um olíuna á mótornum, tók hann það sérstaklega fram að einungis ætti að skipa um hana. Þegar hann fer og nær í bílinn seinnipartinn þá er búið að skipta um olíu á bílnum, smurninguna líka sem hann bað ekki um og í þokkabót var búið að fylla á rúðuvökvan. Auðvitað var það aukavinnu fyrir bifvélavirkjana og fékk bróðir minn að borga fyrir það sem hann bað ekki um að yrði gert.

Stundum finnst mér aðeins vera farið yfir strikið í því að græða þegar hætt er að hlusta á beiðnir viðskiptavinar.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir