Grét í réttarsalnum

Oscar Pistorius
Viljaverk eđa ekki?
 

Réttarhöldin snúast ađallega um ţađ hvort Pistorius hafi ćtlađ sér ađ skjóta Reevu. Sjálfur ber Pistorius ţađ fyrir sig ađ hann hafi haldiđ ađ um innbrotsţjóf hafi veriđ ađ rćđa sem hafi veriđ ađ brjótast inn í gegnum bađherbergiđ í húsinu. Hann skaut fjórum skotum í gegnum bađherbergishurđina og ţrjú af ţeim hćfđu Reevu. Eitt í mjöđmina, eitt í öxlina og loks eitt í höfuđ hennar.

Hélt fyrir eyrun

Pistorius hélt fyrir eyrun og grét ţegar vitni lýstu ţví hvernig ţau hafi upplifađ nóttina örlagaríku. Vitni sem býr í sömu húsalengju lýsti ţví hvernig hún hafi vaknađ viđ hrikaleg öskur eftir hjálp og loks fjögur byssuskot sem hleypt var af í íbúđ Pistorius. Oscar Pistorius virtist taka ţessar lýsingar mjög nćrri sér og hélt fyrir eyrun og grét á međan á ţeim stóđ.
 
Íţróttahetja

Oscar Pistorius er mjög mikils virtur í heimalandi sínu fyrir afrek sín á hlaupabrautinni. Ţađ ţurfti ađ fjarlćga fćtur hans neđan viđ hné ţegar hann var 11 mánađa gamall en hann hefur ekki látiđ ţađ halda aftur af sér og međ hjálp gervifóta sem voru hannađir af fyrirtćkinu Össur á Íslandi hefur hann náđ gríđarlega góđum árangri í hlaupagreinum fyrir fatlađa ţar sem hann hefur unniđ gull á ólympíuleikum og sett heimsmet. Hann fékk leyfi til ađ spreyta sig gegn ófötluđum íţróttamönnum á ólympíuleikunum í London 2012 og ţótti standa sig međ prýđi. Pistorius er gríđarlega mikil fyrirmynd í heimalandinu og um heim allann og ţetta sorglega mál hefur haft gríđarleg áhrif á orđstír hans.
 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir