Gríðarlega mikið um misnotkun lyfseðilskyldra lyfja á Íslandi

Sprautufíklar taldir vera á bilinu 200 til 500

Engar opinberar tölur liggja fyrir um fjölda þeirra sprautufíkla sem finnast á Íslandi í dag en þeir sem að þeirra málefnum koma innan heilbrigðisstofnanna telja fíklana vera á bilinu 200 til 500. Lang flestir þessara sprautufíkla virðast kjósa að nota lyfseðilskyld efni eða læknadóp eins og það er kallað til að komast í vímuna sem þeir sækjast eftir. Heróín er eiturlyf sem virðist ekki vera né hafa verið í notkun á Íslandi öfugt við ef til vill mörg önnur lönd. En lang stærstur partur þeirra lyfja sem eru í umferð á dópmarkaði á Íslandi er framleiddur löglega af löglegum lyfjafyrirtækjum.

Rítalín efnið sem flestir kjósa 

Rítalín er lyf sem notað er til að berjast gegn taugaröskunarsjúkdómnum ADHD. Mikil fjölgun hefur orðið á greiningum á fólki með ADHD á Íslandi. En á árunum 2003 til 2012 hefur börnum fjölgað um 160% og fullorðnum 480%. Talið er að um 10% af þessum lyfjum fari beint á hinn svokallaða svarta markað. Guðrún Dóra Bjarnadóttir vinnur að rannsókn um þessi mál en þar hefur komið fram að 88% þeirra sprautufíkla sem hún talaði við kjósa rítalín til að sprauta sig með. Mjög algengt er að fíklar séu með ADHD sem hefur jafnvel verið ógreint í mörg ár. Þessir fíklar geta ekki notað rítalín þegar þeir hafa verið greindir með sjúkdóminn sökum þess að hafa mistnotað rítalín sem sprautufíklar.

Einstakt á Íslandi

Misnotkun á þessum lyfjum er ekki bundin við Ísland og þekkist um allann heim. Hins vegar þykir það einstakt hversu mikil misnotkunin er hér á landi. Rítalín er dýrt lyf og selst dýrum dómum á hinum svarta markaði. Ljóst er að hægt er að græða mikla peninga á því að selja lyfin á þessum markaði. En herða þarf eftirlit með þessum málum hér á landi ef ekki á illa að fara.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir