Gríđarlegt niđurhal innan veggja háskólans

Mynd: Ari Brynjólfsson
Stúdentar í Háskólanum á Akureyri fengu í morgun áhugaverðan fjölpóst sem bað þá um að slaka á í niðurhali í gegnum þráðlausa netið svo ekki þurfi að grípa til lokunar á netaðgangi þeirra allra hörðustu í niðurhali. Samkvæmt Erlingi Harðarssyni kerfisstjóra er netnotkunin innan veggja skólans búin að aukast jafnt og þétt síðustu árin. En í hádeginu á miðvikudeginum 16.október var niðurhalið stöðugt í 13mb á sekúndu.
Í leit að skýringum má benda á að nú stendur yfir námslota í Félagsvísindadeild en ekkert er hægt að fullyrða. Á venjulegum skóladegi er notkunin á þráðlausa netinu um 7,5mb til 10mb á sekúndu. Miðlægt kerfi UNAK-netsins nær líka yfir allar jarðtengingar innan skólans sem og stúdentagarðana. Þegar allt er tekið saman þá var meðalumferðin í fyrra 22,25mb á sekúndu allt árið í fyrra. Ef við reiknum með 86400 sekúndum á dag í 365 daga þá er það að ná um 700.000 gígabætum á ári. ,,Það er nú alveg töluverð notkun“ sagði Erlingur og glotti. Erlingur Harðarsson kerfisstjóri Mynd:Unak

,,Nemendur mega samt ekki halda að ég sitji hinum megin við borðið, ég vinn við að berjast fyrir ykkur“ segir Erlingur og bætir við að nú er hann að vinna í því að fá öflugri nettengingu inn í skólann. Í Í dag geti UNAK-netið tekið inn 25mb á sekúndu en óskastaðan væri að netengingu sem gæti höndlað þúsund til tíuþúsund sinnum meira, en verkefnið strandi alltaf á peningum. ,,Þetta kerfi er fyrst og fremst fyrir nemendur“ og er Erlingur ekki hrifinn af því að setja kvóta á netnotkun stúdenta. Bendir hann á að ekki skuli refsa þeim sem hala mikið niður yfir daginn með því að hindra að þeir geti hlustað á fyrirlestra á kvöldin. Landpósturinn ber því skilaboðin áfram til nemenda, að slaka aðeins á í niðurhali yfir þráðlausa netið yfir skóladaginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir