Grindavíkurbćr fer ţjóđfundaleiđina

Frá sameiginlegum starfsmannafundi Grindavíkurbćjar
Grindavíkurbær hefur farið nokkuð sérstaka leið til að gera bæinn að betri vinnustað. Allir starfsmenn bæjarins, hátt í 150 sem koma m.a. úr skólum, áhaldahúsi og bæjarskrifstofum, hafa haldið sameiginlegan starfsmannadag þar sem unnið er að ýmsum verkefnum til að bæta innra starfið. Starfsmannadagurinn hefur mælst mjög vel fyrir og hafa mörg góð verkefni komið til í kjölfarið.
Fyrsti Starfsmannadagurinn var haldinn haustið 2011 þar sem rætt var um það sem betur mætti fara í starfseminni. Lagður var grunnurinn að gildum fyrir starfsemi Grindavíkurbæjar. Á fundinum haustið 2012 var rætt um vinnuverndarstarf og sí- og endurmenntunarmál auk þess sem gildi bæjarins voru formlega afgreitt. Þau eru: Jafnræði, jákvæðni, þekking, framsækni og traust.
Þriðji sameiginlegi starfsmannadagur Grindavíkurbæjar var haldinn á dögunum og að þessu sinni var  haldið í Mosfellsbæ en þetta er í fyrsta skipti sem farið er út fyrir bæjarmörkin.

Vinnufyrirkomulagið var svipað og á þjóðfundinum 2010. Starfsfólki var raðað niður á 16 hringborð þar sem allir þátttakendur fengu miða til að skrifa hugmyndir sínar og kynna þær. Þetta fyrirkomulag miðar að því að fái að leggja sitt af mörkum.

Í ár var starfsmannadeginum skipt í tvennt. Fyrir hádegi var rætt um tilgang og gildi þess að hafa virka og góða starfsmannastefnu. Svala Guðmundsdóttir lektor í mannauðsstjórnun flutti fróðlegt erindi og stýrði vinnunni í framhaldi af því. Starfsmannastefna Grindavíkurbæjar er orðin rúmlega tíu ára gömul og er nú í endurskoðun og var þetta fyrsta skrefið í þeirri vinnu. Þá var haldið  fyrsta námskeið samkvæmt tillögu að nýrri sí- og endurmenntunaráætlun Grindavíkurbæjar sem unnið hefur verið að síðan í fyrra. Stýrihópur um það verkefni setti námskeið um gildi jákvæðra samskipta á vinnustað í forgang.  Jónína Guðmundsdóttir náms- og starfsráðgjafi hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum flutti erindið og stýrði þeirri vinnu.   

Ákveðið var að halda starfsmannafundinn í Mosfellsbæ þar sem bærinn hefur verið til fyrirmyndar í mannauðsmálum sveitarfélaga. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar og Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri kynntu starfsmannastefnu bæjarins á starfsmannafundinum. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir