Grindavíkurhöfn blćs til sóknar

Sigurđur Á. Kristmundsson hafnarstjóri Grindavíkurhafnar
„Hafnir eru fyrst og fremst samgöngumannvirki og gegnir Grindavíkurhöfn mjög mikilvægu hlutverki  í samgöngukerfinu öllu sem sést best á því að landaður afli seinustu ára er um 30 til 40 þúsund tonn á ári með um það bil milljarða útflutningsverðmæti,“ segir Sigurður A. Kristmundsson hafnarstjóri í Grindavík.
Starfsemi á hafnarsvæði Grindavíkur, sem fer fram á um 36.000 fermetra svæði ásamt um 16.000 fermetrum af vegum og tengingum, er margslungin. Á svæðinu starfar fólk frá mörgum fyrirtækjum innan um lyftara, vörubíla með tengivagna ásamt því að umferð einkabíla er enn ótakmörkuð. Á sumrin og reyndar einnig í auknum mæli yfir vetrartímann bætast rútur fullar af ferðamönnum við umferrðina. Þeir tvístrast um höfnina í leit að einhverju spennandi eða forvitnilegu. Að sögn Sigurðar hefur  Grindavíkurhöfn ekki enn sem komið er tekið til þess bragðs að loka hafnarsvæðinu fyrir óviðkomandi umferð eins og sumar hafnir landsins hafa gert til að minnka líkurnar á slysum.
 
„Til að afstýra slysum er helst að reyna með einhverjum hætti að aðskilja óviðkomandi vegfarendur frá starfsemi á hafnarsvæðinu. Fólksflutningsbifreiðar eru með sérstök afmörkuð svæði til að leggja og sett hafa verið upp upplýsingaskilti til að beina ferðamönnum frá starfsemi á hafnarsvæðinu. Ljóst er að gera þarf mun meira til að minnka áhættuna á slysum og við erum að vinna í því,“ segir Sigurður.

Forgangsröðun verkefna

 Samkvæmt stefnumótun Grindavíkurhafnar er hlutverk hennar að veita skipum og notendum öryggi og þjónustu. Sigurður flokkar helstu verkefni hafnarinnar í þrennt:

1. Eftir síðustu hafnarframkvæmdir þarf að ljúka við að koma upp merkingum sem aðgreina siglingafærar leiðir innan hafnar frá grynningum til að koma í veg fyrir að skip og bátar verði fyrir tjóni innan hafnar. Hafnarstjóri hefur þegar sett viðmiðunarreglur sem gilda fyrir ókunnuga skipstjórnendur á leið til eða frá Grindavíkurhöfn og eru birtar á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

2. Koma þarf upp merkingum á hafnarsvæðum til að koma í veg fyrir óhöpp og slys. Hafnarstjóri hefur þegar haldið fundi með hagsmunaaðilum á svæðinu og gert tillögur í samvinnu við þá varðandi akstursstefnur á Miðgarði sem samþykktar voru af skipulags- og umhverfissnefnd og lögreglu. Lyftarar á svæðinu verða að vera með gult blikkandi ljós. 

3. Hafnarstjóri þarf að vinna öryggisáætlun fyrir allt hafnarsvæðið sem felur í sér gerð neyðaráætlunar sem grundvallast á áhættumati sem er í vinnslu þessar vikurnar.

Að sögn Sigurðar liggur fyrir gríðarlega kostnaðsamt viðhaldsverkefni. Byggja þarf upp bryggjuna Miðgarð, sem er komin verulega til ára sinna, frá grunni en bryggjan var byggð 1967. Áætlaður kostnaður ásamt nauðsynlegum dýpkunum  er um 600 milljónir króna. Til að réttlæta svo dýra framkvæmd þarf tvennt að koma til. Annars vegar þarf ríkið að koma með fé í verkefnið og hins vegar þurfa tekjur hafnarinnar að standa undir sínum hluta kostnaðrins.

Framtíðarsýn, fjölgun skipakoma

Í stefnumótunaráætlun Grindavíkurhafnar kemur fram að helsti veikleiki hafnarinnar er skortur á löndunarþjónustu. Við því hefur verið brugðist. Löndunarþjónusta Þorbjarnar hf býður nú upp á löndunar – og skipaþjónustu sem nokkur skip hafa þegar nýtt sér og skilað hefur höfninni um fjórum milljónum króna í tekjur. 

„Þetta telst kannski ekki mikill árangur en   vonanadi vísir að því að skip nýti sér í auknum mæli þá þjónustu sem í boði er hér á svæðinu. Skip sem kemur til löndunar í Grindavík þarf þjónustu tuttugu til þrjátíu  manna víðsvegar úr samfélaginu. Það er því ljóst að það skiptir gríðarlegu máli að  fjölga hér skipakomum. Þjónustuaðilar í sjávarútvegi hafa hag af því að hingað komi fleiri skip til löndunar til að auka tekjur sínar og þar með hafnarinnar.  Grindavíkurbær og höfnin ásamt þjónustuaðilum þurfa að taka höndum saman og blása til sóknar og koma Grindavíkurhöfn og fyrirtækjum í Grindavík enn betur á kortið sem sjávarútvegsbæ í fremstu röð á Íslandi,“ sagði Sigurður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir