Groundhog dagurinn

Í dag er 2. febrúar en sá dagur er kallaður Groundhog Day í Bandaríkjunum og Kanada. Annan febrúar hvers árs er siður á mörgum stöðum í Bandaríkjunum og Kanada að halda upp á svokallaðan Groundhog day en þá er dýrinu, groundhog (einskonar nagdýri) sleppt úr bælum sínum. Sagan segir að ef það sé skýjað á þessum degi og dýrið sé tilbúið að koma úr felustað sínum muni vora snemma, hins vegar ef það er sól og dýrið sér skuggan sinn mun það fara aftur í felur og verður veturinn þá harður í allt að 6 vikur til viðbótar. 

Fræg mynd var gerð um þennan atburð árið 1993 með þeim Bill Murray og Andie Macdowell í aðalhlutverkum, en þá fer fréttmaður einn (Bill Murray) til staðarsins Punxsutawney, Pennsylvania sem stærsta Groundhog Day hátíðin fer fram og festist þar vegna snjóbyls og byrjar svo að upplifan þennan dag aftur og aftur. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir