Kjarnakona í Öxnadal

Guđveig

Viðtal vikunnar er fastur liður sem mun nú birtast á hverjum föstudegi nokkuð reglulega út önnina.  Viðmælendur koma úr ýmsum áttum og eiga það eina sammerkt að tengjast póstnúmeri nálægt 600.  

Viðmælendur fá allir sömu grunnspurningar, þurfa að skilgreina sjálfan sig og svara mjög opnum spurningum - hver á sinn hátt.

 

Viðmælandi þessa vikuna er Guðveig Anna Eyglóardóttir.  Guðveig er mikil kjarnakona og eldar kræsingar úr náttúrunni handa gestum Halastjörnunnar í Öxnadal. 

Hvernig skilgreinir þú þig?Ég er lífvera, kona, fjall,  lækur og lítil jurt.  

Hver er þinn kjarni?Trúin er minn kjarni og utan á hana kemur svo restin.   

Staða: þe. Hjúskapar, búskapar og önnur stöðulýsing:Framkvæmdastjóri Halastjörnu veitingahúss, sauðfjárbóndi á Valþjófsstað frá 1. sept, ásamt dásamlegum bónda mínum og dóttur sem fæddist á sauðburði.   

Hvernig er að búa á Akureyri og hvers vegna Akureyri? Eða nágrenni!!!Ég bý á Hjalteyri. Þar er upplifi ég aldamótastemmningu frá fyrra lífí og nýt nálægðarinnar við sjóinn.   

Bakgrunnur:Mikill kvennafans. Alltaf verið umkringd dásamlegum og stórmerkilegum konum á öllum aldri.    

Hvernig er starfið – staðan?Er að sinna dóttur mest, með fjarstýringuna á Halastjörnu veitingahúsi og er farin að láta mér hlakka til að sjá féð koma af fjalli í haust og takast á við það nýja verkefni í ókunnum landsfjórðungi með mínum heittelskaða.  

Framtíðarárform:Að reyna að elska aðrar eins og Guð elskar mig.  

Eftirminnilegur dagur:Það er náttúrlega klassíkin, dagurinn sem ég fæddi dóttur mína er mjög eftirminnilegur.      

Ef þú mættir og gætir farið í tímavél, farið hvert sem er og hitt hvern sem þú vilt – hvert ferðu og með hverjum ertu:Ég er ekkert sérlega spennt fyrir tímavél og held að ég myndi rugla öllu ef ég færi að fikta í fortíðinni. En ætli ég myndi bara ekki kjósa að fara ca 50 ár aftur í tímann og komast í kaffi og spjall heim til Guðrúnar frá Lundi. Ég færi nú líklega bara ein á fundinn.    

Draumamatarboð: Hvað er í boði? Hver eldar og hverjir sitja við borðið?Allskonar sjávarfang á fati með hvítlauk og kryddjurtum. Gott hvítvín.Sonja systir eldar. Við borðið sitja allir mínir bestu vinir og klukkan er 12 á hádegi. Ég er kvöldsvæf og er ekki mikið fyrir að drolla frameftir kvöldi.    


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir