Guillaume Depardieu látinn

Guillaume Depardieu

Hinn 37 ára sonur Gerard Depardieu, Guillaume Depardieu lést í dag á sjúkrahúsi í París eftir baráttu við lungnabólgu. Samkvæmt umboðsmanni hans mun hann hafa fengið vírussýkingu sem leiddi til lungnabólgunnar sem dró hann til dauða.

Guillaume var leikari líkt og faðir sinn og lék aðalhlutverkið í um 20 kvikmyndum. Guillaume og faðir hans léku saman í kvikmyndinni Tous les matins du monde 1991 en samskipti feðganna munu hafa verið erfið og sakaði sonurinn föðurinn um að hafa sýnt sér litla athygli á uppvaxtarárunum.

Til stóð að Guillaum léki í næstu kvikmynd íslenska leikstjórans Einars Þórs Gunnlaugssonar. „Spænska konan heitir myndin, tökur eiga að hefjast næsta sumar," sagði Einar Þór Gunnlaugsson í samtali við mbl.is.

Einar Þór sagði að Guillaume hafi verið að vinna að verkefni með Hollywoodleikaranum Michael Madsen þegar hann lést. Tökur voru hafnar á þeirri mynd en ekki búið að taka neitt upp með Guillaume.

Fréttaskýrendur segja Guillaume hafa alla tíð staðið í skugga föður síns og verið þekktur fyrir að vera uppreisnargjarn og óstýrilátur. Hann lenti upp á kant við lögin fyrir hraðakstur, fíkniefnaneyslu og fyrr á þessu ári lenti hann í fangelsi er hann var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Einar Þór segir að það séu gamlar fréttir að Guillaume hafi stundað ólifnað og að honum hafi ekki samið við föður sinn. Einar Þór segir að þeir feðgar hafi farið í fýlu í tvö ár en jafnað sig á því og til hafi staðið að þeir léku saman í fleiri myndum.

„Hann kynnti mig fyrir föður sínum með það fyrir augum að þeir léku saman í fleiri verkefnum," sagði Einar Þór. Hann segir einnig, að Guillaume hafi hætt allri neyslu á hörðum efnum og sterkum drykkjum 2003.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir