Gylfi Sigurðsson skoraði í stórsigri Tottenham

Gylfi skoraði fyrir Tottenham

Tottenham - Sunderland 5-1
0-1  Lee Cattermole ('17)
1-1  Emmanuel Adebayor ('28)
2-1  Harry Kane ('59)
3-1  Christian Eriksen ('78)
4-1  Emmanuel Adebayor ('86)
5-1  Gylfi Þór Sigurðsson ('92)

Botnlið Sunderland sá ekki til sólar á móti Tottenham mönnum nú í kvöld. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en Tottenham er að berjast um Evrópusæti á meðan Sunderland eru í bullandi fallbaráttu.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inná sem varamaður á 82. mínútu og setti mark sitt á leikinn á þeirri 92. þegar hann skoraði með góðu skoti framhjá Vito Mannone markmanni Sunderland.

Tottenham er eftir leikinn í sjötta sæti með tveimur stigum meira en Man Utd. Sunderland menn sitja hinsvegar sem fastast á botninum og eru sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir