Hægt er að gera betur í sorphirðu

Frá undirskriftasöfnun á Menningarnótt
Nýlega afhentu samtökin Breytendur, Jóni Gnarr borgarstjóra undirskriftir herferðarinnar ,,Auðveldum Endurvinnslu" í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Breytendur söfnuðu undirskriftum á mjólkurfernur á hinum ýmsu viðburðum í Reykjavík í sumar, svo sem á 17. júní, Menningarnótt og þess háttar viðburðum.
Breytendur er hópur sem starfar undir merkjum Changemaker og er systursamtök Changemaker. Changemaker er hreyfing sem einbeitir sér að réttlæti milli norðurs og suðurs, þróaðra- og þróunarríkja. 
Á Íslandi hefur hópurinn barist fyrir hinum ýmsu málum. Dæmi um baráttumál hjá breytendum undanfarin ár er herferð vegna hlýnun jarðar og önnur herferð þar sem breytendur beittu sér að aukinni sanngirni í viðskiptum með því að fá fleiri Fairtrade vottaðar vörur í verslanir.

Í ár hafa breytendur beitt sér fyrir því að beina sjónum fólks í Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sjálfrar að því að sem betur mætti fara í sorphirðumálum í Reykjavík. Hópurinn benti á Stykkishólm sem fyrirmynd í sorphirðumálum, þar er við hvert heimili græn tunna, þar sem íbúar bæjarins geta sett pappa, pappír, fernur, plast, málma og rafhlöður. Auk grænu tunnunar er gráa tunnan sem er um land allt, auk brúns hólfs fyrir lífrænann úrgang.

Jón Gnarr hitti hópinn ásamt Ellý Katrínu Guðmundsdóttur, borgarritara. Jón tók vel í heimsókn ungmennanna og sagði ánægjulegt að sjá áhuga þeirra fyrir jafn brýnu verkefni og sorphirða er. Borgarstjóri benti á að bláa tunnan væri eitt nýjasta skrefið til að auðvelda borgarbúum að flokka og að borgin stæði fyrir verkefninu Græn skref, sem á að auðvelda stofnunum og fyrirtækjum að verða umhverfisvænni í rekstri sínum.

Þorsteinn Valdimarsson, einn meðlimur breytenda, sagði í viðtali við Landpóstinn að borgin ætti að gera flokkun rusls einfaldari og finna lausnir í sorpmálum sem væru meira kvetjandi og það að flokka rusl ætti að vera algjörlega endurgjaldslaust. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir