Hættum áramótaheitum!!

Áramótaheit er fyndið og skrítið fyrirbær. Fólk strengir sér áramótaheit á hverju einasta ári án þess að fara nokkuð eftir þeim. Flestir setja það heit að borða minna, hreyfa sig meira og koma línunum í lag. 

 Það er frekar kaldhæðnislegt þar sem að nýja árið byrjar alltaf með snakki, konfekti, gosi, víni og svo má ekki gleyma steikinni á nýjársdag. Hefur engin heyrt talað um það að árið endar eins og þú byrjaðir það? 

 Það er búið að skrifa milljón pistla um áramótaheit og um það hvað fólk er mikið fífl að vera að strengja þau, en það er alltaf jafn gaman að velta þessu fyrir sér og hlæja að öllum og sjálfum sér af því að það er ekki nokkur maður sem að ekki hefur einhverntímann strengt áramótaheit. En það er samt alveg greinilegt að Íslendingar eru ekki að standa við sín heit, þar sem að helmingur okkar er yfir kjörþyngd og hver Íslendingur horfir að meðaltali á sjónvarp í fjóra tíma á dag. Ef að þetta segir manni ekki einhvað þá veit ég ekki hvað gerir það. En jafnvel bara einföldustu áramótaheit eins og að þrífa bílinn sinn oftar og móðir sem á sex börn og heitir því að eignast ekki fleiri ganga ekki upp. Þess vegna legg ég til að allir Íslendingar taki sig saman og ákveði að strengja ekki áramótaheit því að þau gera okkur bara feit, löt og við stöndum ekki við nokkurn skapaðan hlut sem að við ætlum okkur að gera.Við getum í staðinn bara strengt páskaheit eða afmælisheit eða jónsmessuheit, já eða verslunnarmannaheit. Það er margt í boði, en gott fólk í guðana bænum hættið það strengja áramótaheit þau er heilsuspillandi! En við skulum einnig biðja og vona að umtalaðir kennarar skólans strengi ekki það áramótaheit að skila vekefnum á réttum tíma, þá getum við alveg eins hent þeim.

Gunnhildur Rán


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir