Hagstæðar innanlandsferðir

fabtravel.is

Þegar kemur að því að ferðast innanlands er gott að vita nokkur hagnýt atriði til að geta sparað sér smá pening. Misjafnt er eftir því hvaða samgönguleið er valinn hvort verð hækkar því nær sem dregur ferðinni. Nú fyrir jólin eru margir að ferðast til að komast heim fyrir jólin og því ákvað blaðamaður að taka þessi atriði saman til að það komi öðrum að notum fyrir komandi ár.

Flug

Þegar valið er að taka flugleiðina getur ferðakostnaður munað miklu. Til að mynda ef pantað er langt fram í tímann getur einstaklingur sparað marga þúsund kallanna. Blaðamaður Landspóstins pantaði sér flug fyrir jólin til Reykjavíkur frá Akureyri í byrjun október og kostaði ferðin báðar leiðir aðeins 12 þúsund krónur. Það getur því borgað sér að panta með frekar miklum fyrirfara. Nú hefur það verð hækkað eithvað. En á móti kemur að einnig er hægt að næla sér í nettilboð hjá Flugfélaginu en það er í boði 7-21 degi fyrir brottför sem hentar þeim sem geta ekki skipulaggt ferðir langt framm í tímann.

Strætó

Strætó gengur á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þar er verðið alltaf það sama. En það kostar 22 farmiða aðra leið sem gera 7.333 en ef ekki eru keyptir miðar heldur staðgreitt með peningum þá er ferðin á 7.700.

Einkabíllinn

Komnar eru upp hinar ýmsu samferðasíður á Facebook. Þar geta aðilar sameinast í bíla. Almennt er fólk að taka um 3000 krónur fyrir ferðina. Svo ef þú ert sjálfur að keyra og ert með tóman bíl geturu auglýst eftir farþegum og fengið bensínpenning í staðinn. Ferðin er því orðin mun hagstæðari en ef þú værir einn á bílnum. Dæmi um síður sem er hægt að auglýsa ferð eða óska eftir fari eru: Samferða Akureyri, Samferða Háskólinn á Akureyri, Samferða Norðurlandi og Ferðafélagar Akureyri.

Það er því hægt að gera ferðina mun hagstæðari með því sð deila bílum eða skipuleggja flugferðir með betri fyrirvara en áður. Blaðamaður ferðast mikið á milli Reykjavíkur og Akureyrar, í upphafi hafði hann til að mynda ekki hugmynd um að það gæti munað svona miklu á flugfargjöldum innanlands og nú planar hann oftast ferðinar með góðum fyrirvara. Því flugið er oftast sá kostur sem hann velur því þolinmæði í bílferð er ekki mikil. Það er ekki nema á sumrin sem hann neyðist til að keyra þessa leið því 3 mánuðir í bílleysi er óhugsandi í siðmenningunni.

Heimildir

http://www.flugfelag.is/nettilbod?currency=ISK&departureAirport=RKV&destinationAirport=AEY&fareclasslimitations=U,E,S,T,T1,T2

http://www.straeto.is/kaupa-kort/gjaldskra/


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir