Hallgrímur Mar framlengir hjá KA til 2014

Við undirskrift í KA-heimilinu í dag

Gunnar Níelsson formaður knattspyrnudeildar KA skrifaði fyrir hönd KA undir áframhaldandi samning við Hallgrím Mar til ársins 2014 í KA-heimilinu í dag. Þetta eru mjög svo jákvæðar fréttir fyrir stuðningsmenn KA þar sem Hallgrímur var einn allra besti leikmaður liðsins á nýliðnu sumri sem og markahæstur með 7 mörk. Fréttir voru á kreiki um að lið væru að forvitnast um Hallgrím og stöðu hans en gerði hann út um slíkar sögusagnir með undirskrift sinni í dag.

Að tryggja áframhaldandi veru Hallgríms á Akureyrarvelli var því fyrsta verk Bjarna Jóhannsonar sem einnig skrifaði undir samning í KA-heimilinu í dag. Bjarni mun sjá um þjálfun hjá KA næstu þrjú árin.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir