Hált á Akureyri

Þessa dagana er eins gott að hafa sterk bein ef maður býr á Akureyri. Gríðarleg hálka hefur verið undanfarið, það hefur fryst og þiðnað til skiptis með tilheyrandi óþægindum fyrir vegfarendur.

 

Í morgun hafði snjóað talsvert og snjóþekja lagst yfir svellbunkana sem umhleypingar síðustu daga höfðu skilið eftir. Við þessi skilyrði er færi fyrir fótgangandi vegfarendur einstaklega erfitt því engin leið er að sjá hvar hálkublettir leynast undir snjónum og eflaust hafa margir fengið byltur í morgunsárið. Í Glerárhverfi hafði snjall vegfarandi brugðið á það ráð að skella sér á gönguskíðin og komast þannig leiðar sinnar. Blaðamaður Landpóstsins, sem gekk óstöðugum fótum í skíðaförunum áleiðis í Háskólann gat ekki varist þess að óska sér að vera með skíði á fótum þá stundina, því að í þessu færi eru gönguskíði alveg frábær hugmynd.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir