Hámenntað fólk og minnihlutahópar kusu Clinton

Bandarísku forsetakosningarnar halda áfram að hneyksla og vekja spurningar um hverjir eða hvaða hópar kusu hvern. Teknar hafa verið saman tölur kjósenda í viðleitni til að sjá betur hverjir kusu hvern í þessum umtöluðu kosningum.

Kjósendur Trumps voru mest eldra fólk, vel efnað og kristið sem er þreytt á ríkistjórninni eins og hún lítur út í dag. Um 53% af karlkyns kjósendum kusu Trump en 42% kvenna.

Kjósendur Clinton voru að mestu leyti minnihlutahópar, yngri kynslóðin, vel menntað fólk og lágtekju fólk.  Um 88% svartra kjósenda kusu Hillary Clinton, en 58% hvítra kjósenda kusu Trump.

Fréttin birtist á Metro : http://www.metro.se/metro-tv/sa-manga-av-de-svarta-valjarna-rostade-pa-donald-trump/EVHpki!AUfEp7yUOzPtA/


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir