Hannes Hólmstein sleppur vel

slegið á fingur

Ég var að flakka inni á visi.is þegar að ég rakst á grein þar sem kemur fram að Hannes Hólmstein þurfi ekki að borga krónu í þeim tveimur málaferlum sem hann hefur staðið í undanfarið. Þetta kom mér töluvert á óvart að fólk skuli standa fyrir söfnun fyrir mann sem er sekur um hluti eins og þessa.

 

 

 

Þetta fékk mig til að hugsa um það hversu misjafnt er hvernig menn sleppa frá hlutum sem þeir dæmast sekir um. Það er heppni fyrir Hannes að hann skuli eiga svo marga góða að, að fólk skuli vera tilbúið til að leggja honum lið og borga upp fyrir hann það sem honum ber að borga samkvæmt dómsúrskurði.

 

Hver er þá tilgangurinn með því að vera að dæma manninn? Þegar ég las þetta fann ég fyrir miklu ergelsi vegna þessa. Mér finnst það alveg vera rétt að Auður Laxness skildi fá þessa peninga og allt gott um það að segja en að hann þurfi ekki að borga krónu það fer í mínar fínustu taugar.

 

Ef barn gerir eitthvað sem það má ekki gera er sagt að það þurfi að læra að taka afleiðingum gjörða sinna og til eru ýmis ráð við því. Hjá unglingum er síminn tekinn í viku eða tölvu bann í einhvern tíma og svo framvegis og þau eiga að læra af því. En hvert erum við komin í lífinu ef Háskóla prófessor sem er dæmdur til að borga 3 milljónir þarf ekki að borga krónu sjálfur? Er þetta orðin spurning um að slá á puttana á honum og segja eitt lítið skamm og þá er allt orðið gott?

 

Nei ég segi fuss og svei og hugsa svo margt verra vegna þess að mér finnst þetta ekki vera rétt hjá fólkinu sem vill standa við bakið á honum. Það er eins með fullorðna eins og með börnin, engin afleiðing og þau læra ekki neitt!!   

 

 

Mynd: Monika Stefánsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir