Harmageddon hætt í bili

Frosti og Máni
Útvarpsþátturinn vinsæli Harmageddon á X-inu 977 hefur verið hætt í einhvern tíma eftir að dagskrárgerðamönnum þáttarins var vikið tímabundið úr starfi. Dagskrárgerðamenn Harmageddon á X-inu 977 þeir Máni Pétursson og Frosti Logason hefur verið vikið tímabundið úr starfi eftir að kvörtun barst til fjölmiðlafyrirtækisins 365 og bent var á að þeir brutu siðferðisreglu fyrirtækisins.

Í g-lið 1.kafla siðareglna 365 segir: ,,Starfsmaður skal halda í heiðri sterk feminísk viðhorf stöðvarinnar og kann hvers kyns kvenfyrirlitning að varða sektum, sem ákvarðaðar eru af framkvæmdastjórn stöðvarinnar hverju sinni, eða brottrekstri."

Þann 22. nóvember síðastliðinn kom til þeirra tónlistarmaður í viðtal og þótti hann tala illa um kvenfólk og kynfæri og þótti kvörtunaraðilanum maðurinn fá að tala full illa í þættinum við glaðlegar og gagnrýnislausar undirtektir þáttastjórnenda.

Frosti og Máni segjast harma þessi mistök og munu nú láta tímabundið af störfum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir