Harry Bretaprins kominn á fast

Harry og Megan

Harry Bretaprins hefur staðfest nýlega orðróma um samband sitt og bandarísku leikkonunnar Megan Markle, en þau hafa átt í ástarsambandi undanfarna mánuði. Þetta kom fram í ýfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni í Bretlandi í dag. 

Tilefni yfirlýsingarinnar ku hafa verið sú, að Megan Markle, og fjölskylda hennar hafa verið fyrir linnulausu áreiti fjölmiðla þar í landi, enda hafa sögusagnir af sambandi þeirra verið eitt helsta áhugamál slúðurblaða í landinu, en með yfirlýsingunni hvatti Harry fjölmiðla til þess að láta Megan og fjölskyldu hennar vera.

Megan Markle er hvað frægust fyrir leik sinn í þáttunum Suits, þar sem hún fer með eitt af lykilhlutverkunum, en hefur áður komið fyrir í ýmsum þáttum, en þar má nefna: CSI: Miami, Fringe og Castle.

Harry hafði á árum áður, gefið sér gott orð fyrir að vera kvennabósi og flippkisi, en hann vakti mikla athygli á sínum tíma bæði þegar hann var klæddur sem nasisti í búningapartíi, og þegar nektarmyndir af honum í Las Vegas birtust í slúðurblöðum í Bretlandi.

Ljóst er að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan hann stóð í fyrrnefndum erindagjörðum, en blaðamenn Landpóstsins óska honum velfarnaðar á komandi árum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir