Háskólanemendur lífga upp bćjarlífiđ

Ein af mörgum byggingum stúdentagarđa HA.

,,Þess vegna þarf engum að koma það á óvart, þó að bærinn að 100 árum liðnum, á tveggja alda hátið sinni, gefi sjálfum sér Háskóla með öllum gögnum og gæðum. ” Svo mælti Davið Stefánsson frá Fagraskógi í hátíðarræðu árið 1962 á 100 ára afmælishátíð Akureyjarbæjar. Aðeins 75 árum síðar var Háskólinn á Akureyri orðinn að veruleika.

Frá því að Háskólinn var stofnaður árið 1987 hefur hann þróast hratt og í dag er hann einn af fremstu menntastofnunum landsins. Fyrstu útskriftarnemendurnir voru aðeins 10 talsins  en  árið  2013 voru nemendur  293 talsins sem luku þaðan námi. Í dag stunda 1.568 nemendur nám við skólann og stöðugildin eru 162 talsins samkvæmt vefsíðu skólans.

Landpósturinn fór af stað til að kanna áhrif þessarar þróunar Háskólans á menningarlíf og fjárhag bæjarins.

,,Telur engan vafa leika á að HA hafi auðgað menningarlífið.”

Stefanía G. Sigmundsdóttir fulltrúi skipulagsdeildar Akureyrarbæjar og fyrrverandi nemandi skólans taldi engan vafa leika á að Háskólinn hafi auðgað menningarlíf Akureyrarbæjar á einn eða annan hátt. Hún segir að Akureyrarbær hagnist bæði beint og óbeint á Háskólanum. Með tilkomu skólans hafa verið byggðar stúdentaíbúðir sem að skila bænum fasteignagjöldum og gatnagerðagjöldum. Þetta veitir  t.d. smiðum og öðrum iðnaðarmönnum á staðnum atvinnu.

Verslanir, skemmtanalíf, veitingastaðir og fleiri menningarstaðir njóta góðs af nemendum háskólans. Til að mynda eru margar skemmtanir á vegum skólans haldnar á Pósthúsbarnum og haldin er vegleg árshátíð  ár hvert í samstarfi við veitingaþjónustur og fleira. Nemendum er boðið í vísindaferðir á ýmsa vinnustaði á Norðurlandi þar sem þau fá kynningu á starfssemi viðkomandi fyrirtækis eða stofnunar.

,,Fjarnemar aldrei fleiri.”

Háskólinn á Akureyri er í fremstu röð hér á landi hvað varðar fjarnám á háskólastigi. Fjarnám hófst við skólann árið 1998 og eru fjarnemar í dag 479 talsins. Fjarnemar koma  í námslotur til Akureyrar einu sinni á önn og sækja þá tíma með staðarnemum. Allir þurfa þeir gistingu og samkvæmt starfsfólki á Backpackers Hostel og Icelandair hóteli eru alltaf einhverjir fjarnemar sem kaupa sér gistingu hjá þeim þá daga sem loturnar standa yfir. Veitingastaðir verða líka varir við aukinn fjölda matargesta svo að segja má að ferðaþjónustur bæjarins njóti góðs af komu fjarnema til bæjarins.

Af þessu má sjá að framtíðarsýn Davíðs Stefánsson um Háskóla á Akureyri hefur ekki eingöngu orðið að veruleika heldur hefur skólinn auðgað bæjarlíf og menningu staðarins og mun líklega gera um ókomna tíð.


Helga Þóra Helgadóttir

Laufey Þóra Ólafsdóttir

Kjartan Þorvaldsson


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir