Háskólann á Akureyri er spennandi valkostur

Frá Akureyri.
Sú var tíðin að allir þeir sem vildu öðlast æðri menntun þurftu að sækja hana til Reykjavíkur eða út fyrir landsteinana. Á undanförnum árum hefur sífellt bæst við þá valkosti sem Íslendingum standa til boða ef þeir hyggja á háskólanám.

Námsleiðum hefur fjölgað, framboð á námi er nú meira en nokkru sinni fyrr og auk þess hafa háskólar og háskólasetur risið víðsvegar um landið. Er það því auðséð að minni sveitafélög sjá hag sinn í því að bjóða ungu fólki upp á möguleikann á því að stunda háskólanám annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu. Sögu háskóla á Íslandi má rekja til stofnunar Háskóla Íslands árið 1911, enn í honum sameinuðust embættismannaskólarnir þrír, Prestaskólinn, Lagaskólinn og Læknaskólinn. Ein af þeim rökum sem notuð voru fyrir stofnun skólans voru þau að forða þyrfti því að landið missti fleiri unga námsmenn í sollinn erlendis.

Eflaust hefur verið hægt að færa sömu rök fyrir stofnun Háskólans á Akureyri, menn vildu ekki missa fleiri unga námsmenn af landsbyggðinni í ólifnaðinn á mölinni.

Háskólinn á Akureyri var stofnaður 5.september árið 1987 og var á fyrsta starfsárinu boðið upp á nám í tveimur deildum, heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Samkvæmt heimasíðu skólans voru þá, 4 starfsmenn og 31 nemendur. Vöxtur hans hefur verið hraður frá upphafi og haustið 2013 var boðið upp á staðnám við 8 deildir innan 3 fræðslusviða auk þess boðið er upp á fjarnám á mörg sviðum.

Jafnhliða því að námsframboðið hefur vaxið og stækkað hefur félagslífið við skólann aukist jafnt og þétt yfir árin og stendur öllum nemendum í dag til boða að skrá sig í nemendafélög innan sinnar deilda. Alls eru deildarfélögin sex talsins; Eir, Magister, Þemis, Stafnbúi, Reki og Kumpáni. Öll þess félög sjá um allskyns viðburði fyrir meðlimi en einnig halda þau ýmsa sameiginlega viðburði.

„Það kom mér eiginlega á óvart hversu öflugt félagslífið er, ég átti von á að það væri mun slakara en í Háskólanum í Reykjavík“, segir Helga Guðrún, nemi og meðlimur nemendafélagsins Kumpána. Hún bætir því við að hún telji félagslífið við skólann sé fullkomlega sambærilegt við aðra háskóla og að það hafi spilað einhvern þátt í því að hún valdi að koma til Akureyrar. Þó hefði það líklegast ekki breytt vali hennar þótt sterkt félagslíf hefði ekki verið til staðar.
           
Upplifun háskólanema á Akureyri er mismunandi eftir hverjum og einum. Nemar sem koma hingað frá öðrum landshlutum til að hefja nám og þekkja ekki bæinn, virðist þó almennt lýtast vel á hann. „Mér finnst Akureyri mjög fínn staður til að búa á en ég bý á stúdentagörðunum. Áður hafði ég ekki mikla skoðun á staðnum enda bara komið til Akureyrar einu sinni“, segir Helga.

Stúdentagarðarnir sem Helga býr á eru í eigu FÉSTA sem er sjálfseignarstofnun sem Háskólinn á Akureyri, skráðir stúdentar og Akureyrarbær eiga aðild að. Allar eignir FÉSTA eru í göngufæri við háskólann og alla aðra þjónustu.„Ég átti ekki von á að hér væri alla þjónustu að fá og hvað þá svona mikið af verslunum“, segir Helga.

Í hugum flestra er háskólanám eitt og sér stórt skref og ekki allir sem leggja í það að hefja háskólanám við skóla sem jafnvel er hinum megin á landinu, en með nýrri þróun hafa komið fram nýjar lausnir. Með tilkomu veraldarvefsins og meiri upplýsingatækni hefur opnast nýr heimur fyrir fólk í menntahug og hefur fjarnám aukist til muna síðustu árin. Við Háskólann á Akureyri er nú svo komið að um helmingur nemenda við skólann eru fjarnemar. Fólk alls staðar af landinu leitar í þetta fyrirkomulag sem þó er mismundandi eftir greinum.

Námið er sniðið að þörfum hvers og eins í samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar um land allt, hvort sem nemendur eru í starfi eða fullu námi.

Allt sem að nemandi þarf er tölva, öflug nettenging og brennandi áhugi. Þetta hljómar ef til vill aðeins of einfalt.

Það er svo margt sem að sem að mótar háskólaupplifunina og það augljósara er umhverfið, samnemendurnir, menningin, kennararnir, þekkingin og reynslan.

Að sjálfsögðu erum við eins ólík og við erum mörg en í týpískri þróun samfélagsins þá þráir einstaklingurinn að vera innan um annað fólk og þetta hefðbundna háskólalíf upplifir fjarneminn ekki. Þessi svörun við samnemendur vantar og þessi  daglegu mannlegu samskipti eru ekki til staðar. Þetta frjálsa fyrirkomulag hentar  því alls ekki öllum þrátt fyrir að fjarneminn hafi völd til að skipuleggja daginn sinn, staðsetningu og tíma eftir eigin höfði.
         
Í lok febrúar hittust bæði staðarnemar og fjarnemar í námslotu á Akureyri og þótti mörgum það kærkomið. Ýmsar spurningar virtust hafa vaknað meðal nemenda um námið sem kom góðri umræðu af stað og fékk ófáa til að deila reynslu sinni. Það má vera að saga hvers og eins sé mismunandi og upplifunin alls ekki sú sama en þó virðist vera ósýnilegur þráður á milli staðar og fjarnema. Þessi þráður eða tenging er forvitni.

Forvitnin er drifkrafturinn og í gegnum þessa umræðu kom í ljós að sumum fjarnemum þótti nauðsynlegt að rækta betur samfélagsleg tengsl milli fjarnema og nemenda á staðnum. Einhverjum fannst þeir nánast ekki vita í hvaða skóla þeir væru á meðan aðrir hældu háskólanum og fjarnáminu hástert. Flestir voru sammála því að kennararnir væru duglegir að svara fjarnemum og tengjast nemendum. Að deila og heyra sögur samnemenda þótti nauðsynlegt til að mynda tengsl sem að gætu skipt máli seinna á lífsleiðinni.

Móðir Teresa sagði eitt sinn að það væri auðvelt að segja nokkur hlýleg orð en að bergmál þeirra væri endalaust. Það má að vissu leyti notast við þessa setningu þegar kemur að því að fjarnemar tjái sig um skólann. Gagnrýn upplifun þeirra mun bergmála út um allt þar sem þeir í raun eru auglýsendur skólans. Skemmtilegt er því að nefna að nokkrir nemendur nefndu ástæðu þess að hefja nám við Háskólann á Akureyri væri einmitt sú að þeir þekktu fólk sem að hefði lofað skólann og því hafi áhugi kviknað hjá þeim að hefja nám hér á Norðurlandi. Umhverfið á Akureyri er aðlaðandi á margan hátt fyrir háskólafólk og laðar marga að með fjölskylduvænu, afslöppuðu og heimilislegu nærumhverfið.

Þeir sem vilja stunda félagslíf af fullum krafti og næra sálu sína með menningarlegum gildum skólans geta auðveldlega sótt í það. Í menningarhúsinu Hofi eru haldnar fjölsóttar ráðstefnur, veisluhöld og viðburðir úr hinum ýmsu listgreinum. Tónleikahald og önnur starfsemi hússins er mikilvægur þáttur í menningarlífinu á Norðurlandi. Ekki berst þó mikið af þessum blómlega heimi til fjarnema. Það er einna helst að greint sé frá viðburðum í fréttum en fjarnemar virðast aðallega sækja í menningartengsl í sinni heimabyggð.

Þrátt fyrir marga áhugaverða staði á Akureyri og nágrenni, þá virðist sem menningin sé ekki það sem að laði nemendur að skólanum, heldur öfugt. Námið, kennslan og jákvætt andrúmsloft kveikir neista og ýtir undir ævintýraþrá og áhugann á að breyta til og hefja nýtt líf á úti á landi með eitt markmið að leiðarljósi, að öðlast þekkingu.

Akureyri er stærsti þéttbýliskjarninn utan höfuðborgasvæðisins, rúmlega átján þúsund manna bær. Þrátt fyrir að margir nemendur setjist að í bæjarfélaginu og jafnvel stofni til fjölskyldu á námstímabilinu getur það verið erfitt fyrir marga að finna sér vinnu við það sem þeir lærðu að námi loknu. Margir nemar flytjast því á þá staði sem þeir telja mestar líkur á að þeir muni finna vinnu við sitt hæfi. „Ég efast um að ég myndi setjast hér að að skóla loknum, ég held að það sé líka erfiðara að fá vinnu hér heldur en í Reykjavík því það eru mun fjölbreyttari störf í boði fyrir sunnan heldur en hér á Akureyri“, segir Helga Guðrún, þegar hún er innt eftir sínum framtíðarplönum.

Það er hverju byggðarlagi mikilvægt að halda í menntaða einstaklinga á svæðinu og hefur mikilvægi háskólanáms aukist með árunum þar sem atvinnulíf landsins gerir sífellt meiri kröfur um háskólamenntun. Stjórnvöld víðs vegar um heiminn hafa í auknum mæli hvatt til háskólanáms vegna þess að fólk með æðri menntun stuðlar að nýsköpun, eykur skilvirkni, er oft atvinnuskapandi og stuðlar að hagvexti.

Áhrif háskóla er þó ekki einungis á atvinnulíf og hagvöxt. Háskólum fylgir fjölbreytt samstarf við ýmsar stofnanir og á það einnig við um Háskólann á Akureyri, sem á í víðtæku samstarfi við aðila jafn innan lands sem utan. Skólinn hefur komið að starfi og stofnun margra verkefna innan Akureyrar í samstarfi við Amtsbókasafnið, Minjasafnið á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar svo nokkur dæmi séu nefnd. Skólinn tekur samfélagslega ábyrgð sína alvarlega og hefur sett það í stefnuskrá sína að skólinn sem miðstöð þekkingar og fræða eigi að geta nýst á sem flestum sviðum samfélagsins.

Enn fremur stuðlar háskólinn að menningarlífinu með því að laða ungt og skapandi fólk til byggðarlagsins, og skapar grundvöll fyrir þau að setjast að á Akureyri. Hvort sem um er að ræða núverandi nema eða fyrrverandi er þetta unga fólk vítamínsprauta fyrir samfélagið, ungt fólk sem annars hefði að öllum líkindum sest að annars staðar. Þannig er Háskólinn ekki einungis miðstöð menntunar heldur einnig menningar, því í hverjum árgangi háskólanema er samansafn mismunandi einstaklinga með fjölbreytt áhugamál, sem hver um sig bregður nýjum blæ á litróf menningarlífs Akureyrar.

Kolfinna María Níelsdóttir
Magnús Einarsson
Sóley Rut Þrastardóttir
Marín Manda magnúsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir