Háskólanum á Akureyri lokađ?

Líf og fjör í háskólanum

Það væri mikill missir fyrir Akureyri ef Háskólinn yrði lagður niður, samkvæmt bæjarbúa.

Háskólinn á Akureyri var stofnaður 5. september 1987. Í upphafi bauð háskólinn upp á nám í tveimur deildum, heilbrigðisdeild og rekstrardeild og voru nemendur 31. Tilkoma háskólans hefur styrkt mjög háskólamenntun á Íslandi og þá sérstaklega á Norðurlandi. Háskólinn á Akureyri byrjaði að bjóða nemendum upp á fjarnám árið 1998 og í dag er hann framarlega á því sviði. Á haustönninni 2013 sóttu um 1600 nemendur um skólavist og var helmingur þeirra fjarnemar. Nú í dag er boðið upp á 12 námsleiðir á grunnstigi. Einnig styðst skólinn við símat í kennslu og margir hafa sýnt því áhuga.

Viðhorf nemandans

Ólöf María Brynjarsdóttir flutti til Akureyrar haustið 2013 samhliða því sem hún byrjaði í námi við Háskólann á Akureyri. Ólöf flutti með alla fjölskylduna sína til Akureyrar og hefur henni og  fjölskyldu hennar fundist Akureyringar mjög vingjarnlegir og mikill stuðningur við fjölskyldufólk eins skólar og leikskólar. Ólöf valdi Háskólann á Akureyri vegna heillandi umhverfis og einnig þótti henni símatstefna háskólans afar áhugaverð. Því miður fannst Ólöfu símatstefna háskólans ekki standast væntingar en telur hún að það muni breytast til batnaðar eftir því sem líður á námið, en hún er ánægð með flesta aðra kennsluþætti. Einnig má bæta því við að Ólöfu finnst fræðimenn háskólans gríðarlega góðir og jafnframt finnst henni háskólinn vera heimilislegur.

Viðhorf bæjarbúa

Sigrún Harðardóttir er Akureyringur. Hún telur að Háskólinn á Akureyri sé mikilvæg menntastofnun fyrir Akureyri. Einnig finnst henni skólinn efla atvinnustarfsemi á svæðinu, eða það er að segja að minnsta kosti til að byrja með þegar skólinn var fyrst stofnaður. Ef Háskólinn á Akureyri yrði sameinaður öðrum háskólum á landinu og starfsemi hans í núverandi yrði felld niður eða minnkuð telur Sigrún að það væri mikill missir fyrir bæjarfélagið.

Sú umræða hefur verið á lofti að sameina háskóla á landinu. Ef það verður farið í sameiningar háskóla verður það gert á fyrri hluta kjörtímabilsins, samkvæmt Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Er það líklega von Akureyringa og nemenda almennt, eins og greina má í viðtölunum að ofan, að ekki verði farið í sameiningu háskólanna þar sem framboð og fjölbreytni náms mun líklega skerðast mjög.

Arnar Ingi Tryggvason

Dagur Magnússon

Jóna Árný Sigurðardóttir

Rannveig Gústafsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir