Háskólinn á Akureyri í gegnum súrt og sćtt

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og er búinn að starfa samfellt í 26 ár. Háskólinn býður upp á bæði grunnám og nám á framhaldstigi. Innan skólans eru þrjú námsvið: heilbrigðisvísindasvið sem býður upp á grunnám í hjúkrunarfræðideild og Iðjuþjálfunarfræðideild . Hug- og félagsvísindasvið sem er fjölmennasta svið skólans. Innan þess er félagsvísindadeild, Kennaradeild og Lagadeild. Viðskipta- og raunvísindasvið þar sem boðið er upp á grunnnám í  auðlindadeild og viðskiptadeild. Háskólinn býður einnig upp á ýmist nám á framhaldsviði innan þessa námsviða. Fjölbreytilegt námsframboð við skólann hefur ráðist mikið af bæði eftirspurn nemenda og fjármagni til skólans. Skólinn býður einnig uppá fjarnám, með fjarnámi getur nemandinn ráðið álaginu sjálfur og valið sér áfanga sem er í boði. 

Tækifæri að loknu námi ?

 Eftir nám við Háskólann á Akureyri eru atvinnu tækifærin mjög góð á norðurlandi. Fyrir nemendur sem útskrifast af  Viðskipta- og raunvísindasviði eru mörg tækifæri hjá stórum útgerðum eins og Samherja, Útgerðarfélagi Akureyrar, Fish seafood á Sauðarkrók. Nemendur annarra námsviða ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi enda tækifærin mörg á norðurlandi bæði hjá hinu opinbera og í einkarekstri

 Blóðugt Stríð í kreppunni.

Eins og flestar námsstofnanir þá fann Háskóli Akureyrar líka fyrir kreppunni sem sló á landið árið 2007, þetta hafði gríðarleg áhrif á námsframboð og starfsemi Háskólans. Á tímabilinu 2007-2011 fækkaði á fjórða tug starfa innan veggja Háskólans á Akureyri. Sama má segja um aðrar ríkisreknar stofnannir þar sem blóðugur niðurskurður stýrði starfsemi Háskólanna. “Óvissan sem ríkti á dögum kreppunnar vakti mikinn óhug, sagði Þorsteinn Gunnarsson þáverandi rektor Hásólans á Akureyri í viðtali við morgunblaðið 20. nóvember 2008. Fjárstyrkir til rannsóknar vinnu sem er stór hluti af starfsemi Háskólans voru ekki til staðar og ríkti mikil óvissa um framhaldið.

Nýnemar og möguleikar

Háskólinn á Akureyri er með mjög fjölbreytt námsframboð og til þess fá nemendur í skólann þá þarf að halda fjölbreytileikanum áfram. Námsframboð og fjölbreytileiki er það sem stýrir oft fjölda nýnema. Háskólinn á Akureyri er öflugur í kynningar málum bæði á alþjóðavísu sem og innanlands. Með góðu kynningar starfi eykur það líkurnar á sýnileika á því sem er í boði fyrir tilvonandi nemendur. Ekki þarf bara að horfa á námsframboð heldur þarf einnig að líta til þátta sem snúa að húsnæðismálum, leikskólamálum og afþreigingu fyrir nemendur.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir