Hasselhoff klúbbur Norðurlands

Marinó Hólm, Formaður
Bandaríski leikarinn og tónlistamaðurinn David Hasselhoff hefur boðað komu sína til landsins þann 24. febrúar næstkomandi. Reykjavík Rocks bókaði hann samkvæmt heimildum Vísir.is, ekki er búið að ákveða hvar tónleikarnir verða haldnir en Vodafone höllinn og Höllinn koma sterklega til greina. Blaðamaður Landspóstsins hitti Marinó Hólm, formann Hasselhoff klúbbsins á Norðurlandi.

Hver voru þín fyrstu viðbrögð þegar þú heyrðir að Hasselhoff væri væntanlegur landsins?

Ég get varla líst því með orðum, mér leið bara eins og ég væri kominn til himnaríkis þar sem Hasselhoff tæki á móti mér með söng. Frábærar fréttir!”

Hvað er það sem heillar fólk svona mikið við Hasselhoff?

Hann er með unaðslega söngrödd, manni langar að gráta, hann syngur svo vel og auðvitað á hann frábæran kvikmyndaferil af baki, hann var frábær í hlutverki sínu í Strandvörðum(Baywatch) sem Mitch Buchannon”

Hvenær stofnaðir þú klúbbinn og af hverju?

Þetta byrjaði allt þegar ég og Jóhannes vinur minn vorum staddir á hóteli í Minneapolis árið 2008. Jóhannes spurði mig hver væri minn uppáhalds leikari og ég svaraði honum að það væri Hasselhoff í gríni en eftir það fórum við að skoða feril hans og heilluðumst mikið af hæfileikum hans. Þegar við vorum staddir í Hollywood sáum við stjörnu hans á the walk of fame og fengum ákveðið sjokk. Þegar ég kom heim stofnaði ég klúbbinn sem fékk mikla athygli en hann er að vísu ekki starfandi í dag vegna deilna við samskiptavefinn Facebook”

Hvert er hans besta verk að þínu mati?

Tónlistarlega séð er það þegar hann var í Þýskalandi að syngja lagið” looking for a freedom” á berlínarmúrnum árið 1989, en það er að mínu mati hápunktur tónlistarferlis hans. Þetta myndbrot er mjög líklega ástæðan fyrir því að svo margir halda að hann sé þýskur. Kvikmyndalega séð er það hlutverk hans í Strandvörðum og einnig í kvikmyndinni Anaconda 3”

Hasselhoff var áberandi um árið vegna ofnotkunar á áfengi, hver er staðan á honum í dag?

Ég get nú ekki svarað fyrir hans hönd en ég vona að hann sé í lagi. Hann er auðvitað tónlistarmaður og er það ekkert nýtt á nálini það þeir eigi í vandamáli við bakkus”

Ætlar þú að fara á tónleika hans og við hverju má búast?

 Ég mun mæta á þennan viðburð klæddur í Hasselhoff bolnum mínum og það má búast við flugeldum. Þetta show verður frábært og besta tilfinningin verður  þegar ég fæ að sjá goðið í eigin persónu”

Hvert heldur þú að hann stefni í framtíðinni?

Gullaldarárin eru búin hjá honum ég get ekki neitað því. Í mínum augum verður hann alltaf goð. Ég vona innilega að hann haldi sér á réttri braut og styrki enn frekar samband sitt við fjölskyldu sína”

Ætlar þú að reyna að hitta hann á meðan hann dvelur á landinu?

Já það væri draumur, ég vona innilega að ég nái mynd af mér með honum. Það væri heldur ekki leiðinlegt ef við myndum deila einum köldum saman eftir tónleikana”


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir