Heath Ledger látinn

Heath Ledger

Leikarinn Heath Ledger fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag 28 ára gamall.  Heath var giftur leikkonunni Michelle Williams og áttu þau saman dótturina Matildu.

Kona sem vann fyrir Ledger kom að leikaranum sem var úrskurðaður látinn þegar lögreglumenn komu á staðinn skömmu síðar. Haft er eftir lögreglu að andlát hans gæti verið eiturlyfjatengt.

 Ledger er einna helst þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum 10 things I hate about you(1999) og Brokeback Mountain (2005) en fyrir hana var hann tilnefndur til óskarsverðlauna.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir