Hefur einhver séð geislavirka boltann okkar?

Blýbolti
Það mætti halda að auðveldara væri að finna nál í heystakki en geislavirka blý boltann sem kínverjum tókst að týna nú fyrir skömmu.


Þegar gömul verksmiðja í norð-vestur Shaanxi héraði í Kína var rifin niður, hvarf bolti á stærð við vatnsmelónu. Það væri kannski ekki merkilegt nema að innan í öllu blýinu er geislavirkt efni kallað Caesium-137.

Þegar verksmiðjan var rifin niður voru átta vörubílahlöss af drasli seld nálægum stálvinnslum. Talið er að boltinn hafi verið í einhverjum þeirra og óttast er að hann hafi verið bræddur eða kraminn í brotajárn.

Stál-verksmiðjurnar eru nú skannaðar eftir geislavirkni, en blýboltinn, sem hafði verið notaður sem mælitæki, er talin mjög hættulegur.

Þetta er ekki einsdæmi, það er um 30 svipuð mál að koma upp á ári hverju í Kína. Kína er talið vera eitt verst statt hvað varðar iðnaðaröryggi. Dæmi er jafnvel um að bændur steli "óvart" geislavirkum boltum og reyni að selja sem brotajárn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir