Hells Angels á Akureyri?

Hells Angels
Lögreglan á Akureyri telur líklegt að stuðningshópur Hells Angels, sé að koma sér fyrir á Akureyri. Þetta kemur fram í Akureyri Vikublaði í dag. 
Hópurinn sem um er að ræða, kallast SOD eða Stormtroopers of Death, en þeir eru taldir hafa tekið þátt í glæpastarfsemi Hells Angels erlendis. Það er talið að slíkur hópur sé einnig starfandi á Suðurnesjunum.
Það er ljóst að lítil bæjarfélög eins og Akureyri eru mjög berskjölduð gagnvart glæpagengjum líkt og þessum, þar sem að kreppan hefur orðið þess valdandi að lögreglan á landsbyggðinni er frekar fámönnuð, en hvergi annar staðar á landinu er lögreglan jafn fámönnuð miðað við íbúafjölda og á Akureyri.
Lögreglan á Akureyri í samstarfi við lögregluna í Reykjavík rannsakar nú hvort eitthvað sé til í þessum efnum, hvort að hópurinn sé að festa sér sess á Akureyri en Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn staðfestir það við Akureyri Vikublað, að rannsókn sé hafinn og að þessum málum verði mætt með fullri hörku og miklu eftirliti.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir