Hélt að barnið væri dúkka

Stúlka sem er rúmlega 10 ára að aldri bjargaði eins árs gömlu barni frá drukknun.

Anika Mjöll heitir hetjan sem bjargaði eins árs gamalli stúlkunni og var á sundæfingu í innisundlauginni í Reykjanesbæ. Litla stúlkan sem var við það að drukkna hljóp út úr búningsklefanum og náði að fara í laugina en var ekki búin að vera lengi í kafi þegar Anika Mjöll náði henni uppúr, hún hélt reyndar að hún væri dúkka þar sem að hún var fatalaus en betur fór en á horfðist og þegar hún var búin að setja stelpuna á bakkann að þá var sundkennarinn hennar kominn á staðinn en Anika bankaði í bakið á stúlkunni og hún var ekki meðvitundarlaus þökk sé snöggum viðbrögðum.

Það er óhætt að segja að betur fór en á horfðist í þessu tilviki og sýndi Anika Mjöll einstaka hetjudáð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir